is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15041

Titill: 
  • Karlmaður Viktoríutímabilsins snýr aftur. Krufning hryllingsins í Konum eftir Steinar Braga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er bókin Konur (2008) eftir Steinar Braga. Fjallað verður um stöðu hennar sem samtímahrollvekju og verður hún greind út frá þeirri hefð sem myndast hefur í greiningu hrollverkjuverka ásamt því að lögð verður áhersla á tengsl þeirra við það menningarlega umhverfi sem verkið var skrifað í. Hvert skrímsli hrollvekjunar er samansett úr kvíða og ótta sem fyrirfinnst innan samfélagsins sem það spratt úr og mun skrímslið í Konur vera krufið hér í von um að skilgreina betur þann ótta sem það byggist á.
    Fjallað verður um hrollvekjuna almennt, áherslur hennar og hvernig hún hefur þróast gegnum árin. Rót hryllingsins verður skoðuð í kenningu Freuds um ókenndina. Fjallað verður sérstaklega um Dracula (1897) til þess að sýna fram á mikilvægi hins menningarlega þáttar í sköpun hrollvekjunnar. Að lokum verður svo fjallað um kynlíf og birtingarmynd þess í klámi, sem spilar stórt hlutverk í sköpun hryllingsins í Konum. Svo hefst greiningin á Konum til þess að sýna hvernig hryllingurinn er útfærður með tilliti til ofangreindra þátta.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd.pdf197.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna