is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15045

Titill: 
  • „Sá sem sjálfur hýðast lætur, getur sér um kennt“. Um birtingarmyndir kynjanna í Venusi í loðfeldi eftir Leopold von Sacher-Masoch
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Aldamótin 1900 einkenndust af miklu byltingarumróti í Evrópu. Hópar sem löngum höfðu verið undirokaðir stigu fram og kröfðust aukinna réttinda. Heimsmyndinni, eins og hún hafði áður verið, var kollvarpað og orðræðan einkenndist af ótta við heimsendi og úrkynjun þegar mörkin á milli kynja, stétta og kynþátta tóku að færast til og verða óskýr. Aldahvörfin boðuðu á sama tíma mikil tímamót og mennta- og listamenn fundu sig knúna til að taka þátt í mótun nýrrar heimsmyndar.
    Venus í loðfeldi eftir austurríska rithöfundinn Leopold von Sacher-Masoch kom út árið 1870. Verkið, sem skrifað er í anda dekadensins, bregður upp mynd af kynhlutverkunum sem þá þótti nýstárleg. Severin, andhetja sögunnar, biður Wöndu um að drottna yfir sér og afsalar frelsi sínu í hendur hennar. Í kjölfar útgáfu verksins smíðaði geðlæknirinn Richard von Krafft-Ebing hugtakið masókismi eftir Sacher-Masoch, þar sem honum þótti hann útlista helstu einkenni öfuguggaháttarins í sögunni af Severin.
    Hér verða birtingarmyndir kynjanna í verkinu skoðaðar og settar í samhengi við dekadensinn. Liststefnunni verða eins gerð skil, sem og þeirri Vínarborg aldahvarfanna sem var leiðandi í þeirri menningarbyltingu sem reið yfir Evrópu. Skrif Bram Dijkstra, Elaine Showalter og Ritu Felski verða höfð til hliðsjónar í umræðunni sem hér fer á eftir.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sá sem sjálfur hýðast lætur, getur sér um kennt“ Um birtingarmyndir kynjanna í Venusi í loðfeldi eftir Leopold von Sacher-Masoch.pdf388.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna