is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15051

Titill: 
  • ψυχή - frá Hómer til Jesú Krists
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er rannsókn á gríska hugtakinu ψυχή (psykhê) í fornöld og því hvort merking orðsins sé tvenns konar, líf og sál. Rannsóknin er þríþætt. Í fyrsta hlutanum rannsaka ég merkingu ψυχή í grískri arfleifð. Lífs merking orðsins er rakin allt til Hómerskviða. Fræðimenn telja að orðið hafi ekki merkt sál hjá Hómer því það hafi ekki falið í sér sjálf manneskjunnar. Sjálfið hafi ekki komið inn í merkingu orðsins fyrr en á klassískum og hellenískum tíma. Ég beini sjónum að glímu fræðimanna við ψυχή Hómers. Ég legg fram tillögu að nýjum skilningsvinkli sem felur í sér að sjálfið hafi allt eins getað dulist í merkingunni strax hjá Hómer.
    Í öðrum hluta er orðið ψυχή rannsakað í gyðinglegri arfleifð. Áherslan er á tengsl merkingar ψυχή í Septuagintu við merkingu hebreska orðsins nefes. Lífsmerking ψυχή í Septuagintu er dregin í efa. Færð eru rök fyrir því að hægt sé að skilja orðið nánast alls staðar í merkingunni sál ef orðið sál er skilið sem vera; innri vera; persóna.
    Í Nýja testamentinu kemur ψυχή fyrir í 105 skipti. Í mörgum biblíuþýðingum er orðið þýtt nánast jöfnum höndum sem líf eða sál. Í þriðja hluta rannsóknarinnar máta ég niðurstöður fyrri kafla við birtingu orðsins í Nýja testamentinu og fæ sömu niðurstöðu. Í kjölfarið eru áhugaverðir textar í guðspjöllunum skoðaðir þar sem sálin er „endurheimt“ í orðum Jesú.
    Samhliða rannsókninni á því hvort merking ψυχή sé líf eða sál skoða ég tengsl þessara merkinga við hugmyndir um heildarhyggju, einhyggju og tvíhyggju sálar og líkama; hvort litið sé á líkama og sál sem eina órofa heild eða sem tvö aðskiljanleg, verufræðilega ólík, fyrirbæri.
    Við vinnslu ritgerðarinnar var leitað í smiðju nýjatestamentisfræða sem og klassískra fræða. Með því er leitast við að rjúfa skil á milli fræðigreinanna í þeirri von að vítt sjónarhorn gefi nýja áhugaverða vinkla á efnið.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Psycke - frá Hómer til Jesú Krists.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna