is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15054

Titill: 
  • Álengdar nær en aldrei víðsfjarri. Sálgæsla aldraðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Það er ákveðin sorg sem fylgir því að verða gamall og heilsa og færni skerðist, ástvinir hverfa á braut og félagsstaða og hlutverk breytast. Meginþema ritgerðarinnar er hvernig sálgæslan nýtist til að mæta andlegum þörfum hins aldraða og efla hann og styrkja til að lifa uns yfir lýkur.
    Sálgæslan gegnir mikilvægu hlutverki í að bæta andlega líðan og hefur ýmsar leiðir til að nálgast einstaklinginn. Helgi- og bænastundir spila stórt hluthverk í sálgæslunni og mikilvægt er fyrir fólk að hafa tækifæri til þátttöku í helgihaldi. Fræðsla er einnig brýnn liður í sálgæslunni en með fræðslunni má lyfta upp ákveðnum málefnum sem margir forðast að ræða, svo sem reiðina, dauðann eða trúna. Samtölin, hin virka hlustun og nærvera skipta þó meginmáli og eru aðalinntak sálgæslunnar. Að virða, hlusta og vera er hjartað í sálgæslu aldraðra. Sálgæsla á hjúkrunarheimilum, sem og annars staðar, gengur alltaf út á að vera álengdar nær en aldrei víðsfjarri.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15054


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OlofMargret_candtheol.pdf331.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna