is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15077

Titill: 
  • Efnagreining geislasteina og analsíms með SEM (Scanning Electron Microscopy) rafeindasmásjá og EDS (Energy Dispersive Spectrometry)
  • Titill er á ensku Chemical analysis of zeolites and analchime using SEM/EDS
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Geislasteina er mjög örðugt að greina með hefðbundnum örgreini þar sem orka rafeindageislans ofgerir stöðugleika geislasteinanna, þeir tapa vatni og natríum; samsetning þeirra breytist undir geislanum meðan á greiningu stendur. Með SEM-rafeindasmásjá er unnt að gera efnagreiningu með mun orkuminni geisla en í örgreini þannig að þar er von til þess að gera frambærilega greiningu á geislasteinum og vötnuðum steindum almennt. Greiningarflöturinn í SEM er sambærilegur við greiningarflöt í örgreini. Rannsóknin var fólgin í að safna nokkrum tegundum geislasteina og greina heildarsamsetningu þeirra með ICP-OES litrófsgreiningu. Sömu kristallar voru síðan steyptir í epoxy kvoðu, skyggðir og greindir með SEM/EDS. Niðurstaðan er sú að greining geislasteina með SEM-tækni er einföld og áreiðanleg. Greiningin er auðveldari en greining með örgreini þar sem ekki þarf að gera ráð fyrir vatns- og natríum-tapi í SEM-greiningunni. Enn sem komið er skortir geislasteina-staðla fyrir greiningar með rafeindageisla en ekki er mikil vinna að útbúa þá. Helsti vandi við þessar greiningar er undirbúningur sýnanna, sem krefst innsteypingar í þunnfljótandi epoxy-massa og ofur varlega skyggingu.

  • Útdráttur er á ensku

    Zeolites are hard to analyse with traditional EMPA because the energy of the electron beam destabilises the zeolites, they lose water and sodium, and their composition changes under the electron beam. With SEM microscope it is possible to perform the analysis with an electron beam that has considerably lower energy than EMPA, thus enabling a reasonably good analysis of zeolites and other H2O-rich minerals. Of course the analytical field of the SEM microscope is a little larger than in EMPA. The research included finding a few different species of zeolites and analyse their composition with ICP-OES spectroscopy. Then the same minerals were embedded in epoxy, polished and analysed with SEM/EDS. The conclusion is that analysis of zeolites with SEM technology is simple and reliable. It does not require H2O and Na losses to be measured and is therefore easier than EMPA analysis. At this moment in time there is shortage of zeolite standards for analysis with electron beam but they should not be too difficult to make. The main difficulty with analyses such as these is the preperation of the samples. It requires embedding in thin-flowing epoxy and very delecate polishing.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15077


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haraldur Gunnarsson.pdf3.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna