is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15090

Titill: 
  • Könnun á algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik hjá tónlistarnemendum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik hjá íslenskum tónlistarnemendum. Slíkt hefur aldrei áður verið kannað á meðal íslenskra tónlistarnemenda en erlendar rannsóknir hafa sýnt að algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik er umtalsvert, bæði hjá nemendum sem og atvinnumönnum.
    Þátttakendur voru samtals 74, á aldrinum 16 til 36 ára og komu úr þremur tónlistarskólum, Listaháskóla Íslands, Tónlistarskóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla FÍH. Þátttakan var fólgin í því að svara spurningalista sem var sérstaklega hannaður til þess að kanna algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik.
    Helstu niðurstöðurnar voru þær að 62% þátttakenda höfðu á einhverjum tímapunkti fundið fyrir stoðkerfiseinkennum tengdum hljóðfæraleik. Algengið var hæst á meðal nemenda Tónlistarskóla Reykjavíkur (71,4%) en lægst á meðal nemenda Tónlistarskóla FÍH (38,9). Rúmlega 40% þátttakenda voru með „núverandi einkenni“ en það voru þau stoðkerfiseinkenni sem þátttakendur höfðu fundið fyrir síðastliðna 7 daga. Langflestir þátttakendur höfðu fengið litla eða nokkra fræðslu um stoðkerfiseinkenni tengdum hljóðfæraleik og mikilvægi forvarna gegn þeim, 16% höfðu enga fræðslu fengið og 7% mikla fræðslu. Algengust einkennasvæði voru efri útlimir og bak en mismunandi var eftir hljóðfæraflokkum hvaða einkennasvæði voru algengust.
    Niðurstöðurnar sýna að algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik hjá íslenskum tónlistarnemendum er í samræmi við það sem erlendar rannsóknir hafa sýnt. Niðurstöðurnar undirstrika einnig mikilvægi þess að efla forvarnir og umræðu um heilbrigðismál tónlistarmanna- og tónlistarnemenda.

Samþykkt: 
  • 13.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15090


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð - lokaskil 13.maí 2013.pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna