is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15102

Titill: 
  • Gæðamenning í tannsmíði á Íslandi. Tannsmiðir sem heilbrigðisstarfsmenn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á, með tilliti til nýrra laga um heilbrigðisstarfsmenn, hvernig gæðamálum á íslenskum tannsmíðastofum er háttað og hvaða möguleikar séu til að tryggja betra gæðaeftirlit og gæðaþróun. Einnig voru borin saman lög og reglugerðir er varða tannsmiði á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og Bandaríkjunum.
    Aðferðir: Megindleg lýsandi rannsókn var framkvæmd með spurningalista sem innihélt 15 spurningar um gæðamál á tannsmíðastofum. Spurningarnar voru ýmist lokaðar eða hálflokaðar. Listinn var sendur á 28 starfandi tannsmíðastofur innan Tannsmiðafélags Íslands. Unnið var úr niðurstöðum í Excel (Microsoft Corporation). Meðal annars var kannað hvort unnið sé samkvæmt gæðaferlum og hvernig skráningu í sjúkraskrár sé háttað. Einnig var skoðað hvernig lagaumhverfi tannsmiða er í Noregi, Svíþjóð og í Bandaríkjunum og þær niðurstöður bornar saman við lagaumhverfi hérlendis.
    Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að gæðamálum í tannsmíði á Íslandi er ekki sinnt sem skyldi. Einungis 40% starfa samkvæmt skráðum verkferlum. Enginn skráir upplýsingar í viðurkennda sjúkraskrá og aðeins 10% skrá upplýsingar í tölvukerfi. Upplýsingar eru skráðar daglega í 50% tilfella en í 50% tilfella eru þær skráðar á hálfs mánaðar fresti eða sjaldnar. Enginn svarenda heldur starfsmannafundi reglulega en 70% fylgja eftir símenntun starfsmanna og gera þeim kleift að sinna henni einu sinni til tvisvar á ári. Svarhlutfall í könnuninni reyndist vera 35,7% af úrtaki en í heildarúrtaki voru 28 af 30 starfandi tannsmíðastofum innan Tannsmiðafélags Íslands. Starfsumhverfi, það er lög og kröfur sem gerðar eru til tannsmiða eru mjög sambærilegar á Norðurlöndunum bæði hvað varðar menntun og skyldur. Ekki eru gerðar jafn miklar kröfur til menntunar í Bandaríkjunum en gæðastefna þeirra er þróaðri en hinna landanna.
    Ályktun: Þótt þátttaka í könnuninni hafi ekki verið sem skyldi er ljóst að töluvert vantar uppá að gæðamál séu í viðunandi ástandi á tannsmíðastofum á Íslandi. Með betri kynningu á lagaumhverfi tannsmiða, fræðslu í gæðastjórnun og sameiginlegu átaki innan stéttarinnar væri hægt að bæta ástandið til muna.

  • Útdráttur er á ensku

    Purpose: The main purpose of this research was to find out, in accordance to new health personnel laws, how quality control and quality development in dental technician laboratories in Iceland is accessed and which resources are to secure better quality control and quality development.
    Methods: A quantitative and informative research method was performed with a questionnaire. It included 15 questions, either closed or half closed, relevant to quality control and quality development in dental technician laboratories. The questionnaire was sent to 28 operating companies which are members of the Icelandic Dental Technician Association. Statistical analysis was found using Excel (Microsoft Corporation). Among the questions asked was if quality control was used and how information in patient journals were recorded. Furthermore Icelandic laws and quality regulations were compared to laws and quality regulations in Norway, Sweden and USA.
    Results: Results of this study show that quality matters are not as should be expected in dental laboratories in Iceland. Only 40% work according to standardized processes. No one recorded patient journals in certified patient journal system and only 10% recorded patient information in a computer system. Information on a daily basis was only recorded by 50% of the participants and furthermore 50% recorded them once in every two weeks or even longer apart. No one of those who answered the questionnaire held staff meetings on a regular basis but 70% made it possible for dental technicians to attend to additional education once or twice a year. The answering proportion was 35,7% of the sample but the sample was 28 of 30 operating dental laboratories within the Icelandic Dental Technician Association. Working environment, laws and requirements relating to education and duties of dental technicians were similar within the Northern countries. In the USA there were not as much requirements in education but their quality policy was more developed than in the other countries examined.
    Conclusion: Results show that quality matters are insufficient in Icelandic dental technician laboratories. With more introductions on dental technicians law environment, information and common effort within the profession of dental technicians it would be possible to improve the situation considerably.

Samþykkt: 
  • 14.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gæðamenning í tannsmíð á Íslandi BS ritgerð.pdf604.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna