is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15105

Titill: 
  • Samvirkniáhrif vestræns vinnusiðferðis á samband atvinnuleysis og lífsánægju
  • Titill er á ensku The moderating effect of the western work ethic on the relationship between unemployment and life satisfaction
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi meistaraverkefni samanstendur af fræðilegu yfirliti (literature review) og handriti (manuscript) til birtingar í tímariti. Yfirlitið kafar ofan í helstu hugtök og fjallar um rannsóknir sem skoða samband: (1) atvinnuleysis og lífsánægju og (2) samverkandi áhrif vestræns vinnusiðferðis á þetta samband. Yfirlitið og handritið eru skrifuð á ensku. Unnið var með íslensk gögn úr gagnasafni frá Evrópsku lífsgildakönnuninni (EVS, 2010). Einföld aðfallsgreining var notuð til að: (1) meta áhrif atvinnuleysis á lífsánægju og (2) að meta samvirkni vinnusiðferðis á þetta samband.
    Hefur vestrænt vinnusiðferði (WWE) áhrif á lífsánægju hjá atvinnulausum? Samvirkniáhrif vinnugilda á samband atvinnuleysis og tilfinningalegra vídda (affective dimensions) subjective well-being er vel þekkt, hinsvegar hafa rannsóknir á huglægu víddinni verið af skornum skammti og villandi í þokkabót (Feather & O’Brien, 1986; Stavrova, Schlösser, & Fetchenhauer, 2011). Með því að útiloka atvinnulausa sjálfboðaliða – sem má sjá sem grátt svæði milli atvinnulausra og vinnandi manna – þá reyni ég að greiða úr þessari flækju.
    Svör frá 315 íslenskum körlum og 294 konum sem tóku þátt í Evrópsku lífsgilda könnuninni (2008) voru skoðuð. Niðurstöður sýndu að atvinnuleysi spáði fyrir um lífsánægju (b = 1.21, p < 0.001) og WWE hafði samverkandi áhrif á það samband (b = 1.02, p = 0.02). Þetta er í samræmi við rannsóknir sem skoða tilfinningar, en í ósamræmi við rannsóknir sem skoða lífsánægju. Það er ályktað að WWE hafi áhrif á þetta samband vegna ósamræmis milli atvinnustöðu og gilda.

Samþykkt: 
  • 15.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf553.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna