is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15111

Titill: 
  • Börn krabbameinssjúkra foreldra: Áhrif veikindanna á börnin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Krabbamein er sjúkdómur sem hefur ekki einungis áhrif á einstaklinginn með sjúkdóminn heldur einnig fjölskylduna í heild. Árlega greinast að meðaltali um 1400 manns með krabbamein á Íslandi. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands er meðalbarnaeignaaldur íslendinga á bilinu 25-32 ára og á tímabilinu 2006-2010 greindust um hundrað einstaklingar á aldrinum 25-44 ára með krabbamein hér á landi. Í ljósi fjölda einstaklinga á barneignaaldri sem greinst hafa með krabbamein og þeirrar staðreyndar að lítið er vitað um áhrif krabbameins hjá foreldrum á börn þeirra hér á landi, fannst rannsakendum vert að kanna þau áhrif sem sjúkdómurinn hefur á börn krabbameinssjúkra foreldra.
    Markmið þessarar fræðilegu samantektar var að kanna áhrif krabbameins foreldra á tilfinningalega upplifun og hegðunartengda þætti barna þeirra. Áhrif samskipta fjölskyldunnar á aðlögunarhæfni barna að veikindum foreldra þeirra voru einnig könnuð, ásamt því að skoðað var hlutverk hjúkrunarfræðinga við stuðning og meðferð þessara fjölskyldna. Kerfisbundin fræðileg samantekt var framkvæmd á áhrifum krabbameina hjá foreldrum á börn þeirra, þar sem 49 greinar sem birtar höfðu verið á árunum 2000-2012 voru rýndar og greindar.
    Niðurstöður leiddu í ljós að krabbamein foreldris hefur áhrif á tilfinningalega upplifun og hegðunartengda þætti barnanna. Helstu áhrifin eru kvíði. streita og þunglyndiseinkenni en marktækur munur var á milli aldurshópa og einnig vísbendingar um mun á milli kynja. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að opin samskipti fjölskyldumeðlima stuðla að bættri aðlögunarhæfni barnanna. Hlutverk hjúkrunarfræðinga við stuðning og fræðslu þessara fjölskyldna er viðamikið og ljóst er að mörgu er ábótavant í þessu sambandi. Skortur er á fræðsluefni hér á landi um þetta málefni fyrir börn en einnig gætir skorts á úrræðum fyrir fjölskylduna í heild innan heilbrigðisstofnana.
    Lykilorð: Krabbamein, samband foreldris og barns, foreldri með krabbamein, fjölskylduhjúkrun, aðlögun, gagnreynd hjúkrun

  • Útdráttur er á ensku

    Cancer is a disease, which not only affects the diagnosed individual but his/her entire family too. Approximately 1.400 people are diagnosed with cancer every year in Iceland. According to the most recent data from Statistics Iceland, the average age of Icelanders having babies is between 25-32. Between 2006 and 2010, approximately 100 individuals, aged 25-44 years old, were diagnosed with cancer in Iceland. Considering how many people are diagnosed with cancer during child bearing age and the fact that little is known about the effects parental cancer can have on children in Iceland, the researchers were intrigued to explore how the children of cancer patients are affected by the disease.
    The purpose of the thesis was to investigate how a parent’s cancer battle affects the emotional experience and behavioural aspects of their children. Furthermore, to examine how communication within the family affects the children’s ability to adapt to their parent’s illness, as well as to look at the role of nurses in treating and supporting those families. A systematic review of the literature was performed on parental cancer and the effects the illness has on children, where 49 articles published in the years 2000-2012 were reviewed and analysed.
    The results showed that the parent’s cancer does affect the children’s emotional experience and behaviour. The most common consequences are anxiety, stress and symptoms of depression. There is a noticeable difference between age groups and also evidence of a noticeable difference between genders. Additionally, the results indicate that with more open communication within the family, the children adapt more easily to the circumstances. The role of nurses in giving support and information to families of cancer patients is enormous and it is apparent that many things could be improved in that regard. There is a lack of informative publications for children in Icelandic, regarding the issue of cancer, and also a lack of solutions within health institutes, for cancer patients’ families in general.
    Key words: neoplasm, parent-child-relations, parental cancer, family nursing, adaptation, evidence based nursing.

Samþykkt: 
  • 15.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börn krabbameinssjúkra foreldra - BS ritgerð.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna