is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15124

Titill: 
  • „Háva höllu í“. Notkun eftirsetninga í íslenskum kveðskap
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar er notkun eftirsetninga í íslenskum kveðskap að fornu og nýju. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar verður fjallað um forsetningar og eftirsetningar og notkun þeirra í íslensku rædd út frá almennum skilgreiningum. Næst er sjónum beint að þeim eddukvæðum sem standa í Konungsbók eddukvæða og liggja til grundvallar meginumfjöllunar ritgerðarinnar. Farið er yfir bragarhætti og önnur almenn atriði sem tengjast kvæðunum og sagt frá gagnagrunninum Greinir skáldskapar sem gerði gagnasöfnun til undirbúnings þessari ritgerð auðveldari en ella. Tölfræði sem unnin var úr þessum gögnum er lögð fram í framhaldinu og af henni dregnar ályktanir um notkun forsetninga og eftirsetninga í eddukvæðum. Fallstjórn og staða eftirsetninga í línu er sérstaklega rædd auk þess sem fylliliðir þeirra eru skoðaðir. Gerður er samanburður við forsetningar til að draga fram muninn þar á milli og greina þær hömlur sem virka á eftirsetningar í kveðskapnum. Að lokum er stiklað á stóru um notkun eftirsetninga í samtímakveðskap. Sú notkun virðist að miklu leyti stjórnast af rími, en þó má sjá sams konar hömlur og virðast vera til staðar í edduháttum. Niðurstaðan er að eftir því sem best verður séð hefur lítið breyst í íslenskri kveðskaparhefð hvað varðar eftirsetningar og notkun þeirra frá eddukvæðum til nútímans.

Samþykkt: 
  • 16.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TinnaJóhanna.pdf398.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna