is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15125

Titill: 
  • Öndunarvélatengd lungnabólga á gjörgæsludeildum Landspítala
  • Titill er á ensku Ventilator-associated pneumonia in intensive care units in Landspitali University Hospital
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Öndunarvélatengd lungnabólga er algengasta orsök spítalasýkinga á gjörgæsludeildum og geta ýmsir alvarlegir fylgikvillar fylgt henni. Hún lengir dvöl sjúklinga á spítala, eykur kostnað og er talin auka dánartíðni. Tilgangur verkefnisins var að skoða tíðni öndunarvélatengdrar lungnabólgu, ásamt að skoða áhættu- og fyrirbyggjandi þætti. Tíðni öndunarvélatengdrar lungnabólgu var rannsökuð á gjörgæsludeildum Landspítala á þriggja mánaða tímabili, frá 1. nóvember 2012 til 1. febrúar 2013. Alls voru 58 þátttakendur sem uppfylltu þátttökuskilyrði í rannsóknina, það er að hafa verið með barkarennu í 48 klukkustundir eða lengur. Stuðst var við greiningarskilmerki sem stofnunin Centers for Disease Control and Prevention hefur sett fram, en þau tengjast íferð/þéttingu á lungnamynd, fjölda hvítra blóðkorna, slímmyndun frá öndunarfærum og líkamshita sjúklinga. Niðurstöður sýna að tíðni öndunarvélatengdrar lungnabólgu er 8,6% (n=5). Áhættuþættir eru fjölmargir og tengjast margir innbyrðis. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru árangursríkastar ef stuðst er við svokallaðar knippisaðferðir, sem er safn af besta verklagi sem hefur sýnt að leiði til betri útkomu sjúklinga. Samanborið við sambærilega rannsókn sem framkvæmd var á Landspítala árið 2007 er tíðni öndunarvélatengdrar lungnabólgu 0,9% lægri í þessari rannsókn. Draga má þá ályktun að starfsfólk gjörgæsludeilda Landspítala sé meðvitað um áhættu- og fyrirbyggjandi þætti öndunarvélatengdrar lungnabólgu.
    Lykilorð: Öndunarvélatengd lungnabólga, gjörgæsludeild, spítalatengdar sýkingar, fyrirbygging, áhættuþættir.

  • Útdráttur er á ensku

    Ventilator-associated pneumonia is the most common cause of hospital-acquired infections in the intensive care unit and it can be accompanied by many serious complications. It can extend the patients´ stay in the hospital, increase cost and is believed to increase the mortality rate. The purpose of the project was to determine the frequency of ventilator-associated pneumonia as well as determining the risk factors and preventative measures. The frequency of ventilator-associated pneumonia was investigated in the intensive care units in Landspitali University Hospital over a 3 months’ period, from the 1st of November 2012 until the 1st of February 2013. In total there were 58 participants who met the participation criteria for the study, that is, they had an endotracheal tube for 48 hours or longer. The author used the diagnostic criteria that the Centers for Disease Control and Prevention have set forth but they relate to an infiltration/condensation on a pulmonary radiograph, quantity of white blood cells, respiratory mucus secretion and patients´ temperature. The results show that the frequency of ventilator-associated pneumonia is 8,6% (n=5). The risk factors are numerous and many are interlinked. Preventive measures are most effective if so called bundle methods are used, which are a collection of the best practices that has been shown to lead to a better outcome for patients. Compared to a comparable study that was conducted at Landspítali University Hospital in the year 2007, the frequency of ventilator-associated pneumonia is 0,9% less in this study. One can deduce that the staff of the intensive care units at Landspitali University Hospital is cognisant of the risk factors and the preventive measures for ventilator-associated pneumonia.
    Key words: Ventilator-associated pneumonia, intensive care unit, hospital related infections, preventions, riskfactors.

Samþykkt: 
  • 17.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15125


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ANNA REYNISDÓTTIR.pdf624.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna