ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Rafræn tímarit>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15126

Titill

Námsáhugi nemenda í grunnskólum : hver er hann að mati nemenda og foreldra? hvernig breytist hann eftir aldri og kyni?

Útgáfa
2008
Útdráttur

Ein af forsendum góðs námsárangurs er að nemendur séu áhugasamir um námið. Í þessari rannsókn var sjónum beint að námsáhuga barna í 1., 3., 6. og 9. bekk. Lagður var spurningalisti fyrir nemendur og foreldra þeirra þar sem námsáhugi var kannaður. Þátttakendur voru úr átta heildstæðum grunnskólum, fjórum af höfuðborgarsvæðinu og fjórum af landsbyggðinni. Niðurstöður benda til þess að nemendur séu almennt áhugasamir um nám sitt. Jafnframt gefa þær til kynna að strax við upphaf skólagöngu sé hópur nemenda (5–10%) sem hefur lítinn áhuga á náminu og að drengir séu í meirihluta í þeim hópi. Þegar líður á skólagönguna dregur úr áhuga nemenda, bæði að þeirra mati og foreldranna. Kynjamunur fer einnig vaxandi. Nemendur í 6. bekk eru talsvert áhugasamir um list- og verkgreinar en sá áhugi minnkar mikið þegar komið er í 9. bekk. Vísbendingar eru um að verulega dragi úr áhuga barna milli 3. og 6. bekkjar og milli 6. og 9. bekkjar.

Birtist í

Tímarit um menntarannsóknir 2008; 5: s. 7-26

ISSN

1670-5548

Samþykkt
17.5.2013


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
1_amalia_baldur_bo... .pdf406KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna