is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1512

Titill: 
  • Á skotskóm í skólanum : rannsókn á því hvaða erindi íþróttabókmenntir Þorgríms Þráinssonar eiga í kennslu í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um það hvaða erindi íþróttatengdar barna- og unglingabækur eftir Þorgrím Þráinsson eiga inn í kennslu í grunnskólum, hvaða ávinningur gæti verið af því að nota þessar bókmenntir í kennslu og hvernig þær falla að námsgreinunum íslensku, lífsleikni og skólaíþróttum. Ennfremur verður komið inn á mikilvægi þess að boðskapur um heilbrigðan lífsstíl og aukna hreyfingu komi inn í kennslu barna og unglinga á miðstigi og efsta stigi grunnskólanna. Bækurnar sem um ræðir eru Með fiðring í tánum, Tár, bros og takkaskór, Mitt er þitt, Svalasta 7an og Undir 4 augu. Í ritgerðinni má einnig finna um hvað þessar bækur fjalla, upplýsingar um höfund þeirra, álit hans á notkun bókanna sem kennslugögn og margt fleira.
    Miklar umræður hafa verið síðustu ár um fjölgun barna sem þjást af ofþyngd og offitu og börn sem þjást af ýmsum fylgikvillum lítillar eða engrar hreyfingar. Þessi vandamál má ef til vill rekja til neyslu á óhollum mat og þess að lifa almennt óheilbrigðu lífi. Umræðan hefur einnig snúist um hvað sé hægt að gera til að snúa þróuninni við til hins betra og ýmsar hugmyndir komið upp. Tilgangur þessarar rannsóknar er að sýna fram á að í þessari baráttu, sem og baráttunni gegn notkun tóbaks, áfengis og annarra ávanabindandi efna, megi nýta sér íþróttabókmenntir sem skrifaðar eru fyrir börn og unglinga til þess að koma boðskap um heilbrigt líferni til þessa hóps fólks.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að íþróttabókmenntir Þorgríms Þráinssonar og boðskapurinn sem þær innihalda geta ýtt undir heilbrigðari lífsstíl barna og unglinga, bækurnar og boðskapur þeirra falla vel að hluta þeirra markmiða sem sett eru fram í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla sem og aðalnámskrám í íslensku, lífsleikni og íþróttum – líkams- og heilsurækt. Þessi ritgerð getur nýst sem hugmyndabanki um kennslugögn í íslensku, lífsleikni og skólaíþróttum og sem fræðslurit um það hvers vegna íþróttabókmenntir Þorgríms Þráinssonar ættu að vera notaðar sem kennslugögn í baráttunni fyrir heilbrigðara líferni barna og unglinga. Ritgerðina mætti líka nota sem grunn að frekari rannsóknum á sviði íþróttabókmennta og kennslugagna fyrir börn og unglinga á mið- og efsta stigi grunnskóla. Einnig gæti verið forvitnilegt að skoða nánar hvaða áhrif boðskapur í íþróttabókmenntum hefur á unga lesendur en það mætti til dæmis gera með spurningalistakönnunum og fleiri aðferðum.
    Lykilorð: Íþróttabókmenntir, Þorgrímur Þráinsson, grunnskóli, hreyfing, offita, heilbrigði.

Athugasemdir: 
  • Íþróttabraut
Samþykkt: 
  • 27.6.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsíðaogtitilsíða.pdf43.29 kBOpinnForsíða og titilsíðaPDFSkoða/Opna
ritgerð.pdf613.49 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
fylgiskjöl.pdf102.52 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna