is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15131

Titill: 
  • Leiðin liggur í háskólana - eða hvað?
Útgáfa: 
  • 2008
Útdráttur: 
  • Stjórnvöld á Vesturlöndum hafa ítrekað reynt að byggja upp fjölbreytt námstilboð að loknu framhaldsskólanámi; tvískipt háskólastigi (e. higher eduction, tertier education) og byggt upp millistig á milli framhaldsskóla og hefðbundinna háskóla. Tilhneigingin hefur hins vegar verið sú að stofnanir sem eru ekki háskólar (í byrjun fyrst og fremst ætlað að stunda kennslu án rannsókna) hafa færst nær hefðbundnum háskólum og líkjast þeim meira en til var ætlast. Sums staðar hafa kennarar þessara stofnana fengið háskólatitla, stundað rannsóknir þó að takmarkaðar séu, og námi hefur lokið með háskólagráðu. Þessi tilhneiging hefur á íslensku verið nefnd bóknámsrek (e.
    academic drift). Í þessari grein er annars vegar fjallað um könnun mína á þróun háskólastigsins á Norðurlöndum (2006) en niðurstöður leiddu í ljós að bóknámsrek átti sér stað í þróun menntakerfa alls staðar á Norðurlöndum og einnig í stofnunum þeirra landa sem hafa byggt upp millistig. Ísland skar sig úr, en það er eitt af fáum löndum þar sem starfsmenntun er annaðhvort innan framhaldskóla eða háskóla; svo virðist sem hlaupið hafi verið yfir millistig á milli háskóla og
    framhaldsskóla. Hins vegar er gerð grein fyrir nýrri rannsókn (2007−2008) þar sem ég kannaði nánar íslensku þróunina og sérstaklega með tilliti til þess hvort millistig gæti verið í sjónmáli.Niðurstöður benda til þess að lagalega formlegt millistig hafi ekki verið til hér á landi en óformlega
    hafi það orðið til á sjöunda og tíunda áratug 20. og fyrsta áratug 21. aldarinnar. Þetta birtist í því að stofnanir tengdar framhaldsskólastiginu hafa smám saman færst nær háskólum; inntökuskilyrði hafa í mörgum tilvikum verið stúdentspróf, kennarar fara að vinna að þróunarverkefnum og námið verður viðurkennt að hluta til jafngilt háskólanámi. Smám færðist þetta nám á háskólastig. Rök eru færð fyrir því hér að sú þróun haldi áfram þar sem íslenskir háskólar eru margir og flestir fámennir á alþjóðavísu. Þar sem háskólar eru að miklu leyti fjármagnaðir samkvæmt nemendafjölda er talið líklegt að talsmenn háskólanna sækist eftir því að fá þá nemendur inn í háskólana sem annars gætu farið í nám á millistigi.

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2008; 5: s. 27-45
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 17.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15131


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2_gyda1.pdf254.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna