is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15142

Titill: 
  • Áhrif efnahagshrunsins á starfshvata og þekkingarmiðlun hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Rannsóknir hafa sýnt að niðurskurður hefur ekki síður áhrif á starfsfólk sem
    áfram starfar hjá skipulagsheildum í kjölfar niðurskurðar en þá sem missa störf sín. Þekking
    og færni hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu er dýrmæt auðlind og eigi hún að nýtast sem slík er mikilvægt að varðveita hana og sinna af ræktarsemi.
    Tilgangur: Í fyrsta lagi að auka þekkingu og greina áhrif efnahagshrunsins á helstu starfshvata hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu og í öðru lagi að auka þekkingu og greina áhrif
    efnahagshrunsins á þekkingarmiðlun sama hóps. Rannsóknarspurningin var: Hver er reynsla hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu af áhrifum efnahagshrunsins á þætti sem helst hvetja þá í starfi og hver er reynsla þeirra af áhrifum efnahagshrunsins á þekkingarmiðlun þeirra í starfi?
    Aðferð: Rannsóknaraðferðin var eigindleg, byggð á Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru tíu hjúkrunarfræðingar sem allir starfa í heilsugæslu, valdir með
    tilgangsúrtaki. Meðalaldur þátttakenda var um 44 ár og starfsaldur þeirra í hjúkrun var að meðaltali á bilinu 14-16 ár.
    Niðurstöður: Í kjölfar efnahagshrunsins upplifðu þátttakendur aukið álag, þreytu, tímaskort og óvissu. Neikvæð áhrif komu fram á endurmenntun og starfsþróun og starfsöryggi og laun reyndust sterkari hvatar en áður. Tímaskortur og verkefnaálag hamlaði þekkingarmiðlun sem átti sér stað fyrir tilviljun en minni áhrif voru á þekkingarmiðlun sem var í skipulegu ferli.
    Ályktanir: Huga þarf að neikvæðum áhrifum sem niðurskurðaraðgerðir geta haft á starfshvatningu og þekkingu hjúkrunarfræðinga. Þær sparnaðaraðgerðir stjórnenda að skerða verulega tækifæri til starfsþróunar og endurmenntunar eru umhugsunarefni, bæði vegna mikilvægis þeirra í starfshvatningu og ekki síður vegna hlutdeildar þeirra í gæðum heilbrigðisþjónustu. Þekkingarmiðlun sem á sér stað fyrir tilviljun er ekki síður mikilvæg en
    sú sem er í skipulegu ferli og því mikilvægt að stjórnendur tryggi hjúkrunarfræðingum tíma og rúm til faglegrar samveru í störfum sínum.

    Lykilhugtök: Efnahagshrun, hjúkrunarfræðingur, heilsugæsla, starfshvatar, þekkingarmiðlun

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Research has shown that cutbacks affect those who continue working at professional organizations in their wake no less than those who lose their jobs. The knowledge and skills of nurses who work in primary health care is a valuable resource, which needs to be maintained.
    Purpose: Firstly, to increase the knowledge and to examine the effects of the economic crisis on the motivating factors among nurses in primary health care and, secondly, to increase the
    knowledge and examine the effects of the crisis on the knowledge distribution within the same group. The research question was: What is the experience of nurses in primary health care of the effects of the economic crisis on their motivating factors and what is their experience of the effects of the crisis on the knowledge distribution in their profession.
    Method: A qualitative method, based on the Vancouver-school in phenomenology, was used. A purpose sample of ten nurses in primary health care was used. Average age: 44, average nursing experience: 14-16 years.
    Results: Following the economic crisis the informants experienced increased pressure, fatigue, lack of time and insecurity. Continuous education and professional development was
    negatively affected and job security and salaries became stronger motivating factors than before. Lack of time and a heavy workload hindered spontaneous knowledge distribution while organized knowledge distribution was less affected.
    Conclusions: The negative effects of cutbacks on the motivation and knowledge of nurses need to be considered. Decreasing the opportunities for professional development and continuous education should be done with care as these are important motivational factors and an integral part of the quality of health services. Spontaneous knowledge distribution is no less important than its organized counterpart and thus it is important that nurses are given the opportunity for professional interaction.

    Key words: Economic crisis, motivation, knowledge distribution, nurse, primary health care

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 15.6.2014
Samþykkt: 
  • 21.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_Skemman_2013.pdf2.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf102.2 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildir.pdf153.05 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Viðaukar.pdf617.4 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna