is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15156

Titill: 
  • Þýðing og próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Lotuofátslistans - Binge Eating Scale
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ofþyngd og offita er sífellt vaxandi vandamál í nútíma samfélagi. Rannsóknir benda til að hluti fólks með offitu þjáist af lotuofáti og sýni önnur einkenni og aðra meðferðasvörun en þeir sem þjást af offitu og öðrum átröskunum og mismunandi meðferðir henti þessum mismunandi hópum. Lotuofát verður væntanlega skilgreint sem sérátröskun í nýrri útgáfu DSM-5 geðgreiningarkerfis bandaríska geðlæknafélagsins. Skimun fyrir lotuofáti í offitumeðferð gerir það mögulegt að bera kennsl á og takast á við sértæk einkenni röskunarinnar og þannig bætt árangur meðferðar. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að þýða, forprófa og skoða próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu Lotuofátslistans (Binge Eating Scale, BES), sem metur alvarleika lotuofátseinkenna, í íslensku þýði og bera saman við próffræðilega eiginleika upprunalistans á frummáli. Hugarsmíðsréttmætið var metið og samleitni- og aðgreiniréttmæti athugað með því að skoða fylgni BES við BDI-II, sem metur alvarleika þunglyndiseinkenna, og við heildarskor og undirkvarða EDE-Q, sem metur einkenni átröskunar. Aðgreiniréttmæti tækisins var metið með því að leggja BES, BDI-II og EDE-Q fyrir tvo ólíka hópa. Þátttakendur rannsóknarinnar voru klínískur hópur skjólstæðinga í bið eða nýbyrjaðir í offitumeðferð á Reykjalundi (n=71) og samanburðarhópur háskólanema við Háskóla Íslands (n=23). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að próffræðilegir eiginleikar listans séu góðir. Íslensk þýðing Lotuofátslistans hefur góðan innri áreiðanleika og gott hugsmíða-, viðmiðs- og aðgreiningarréttmæti. Sömuleiðis styðja niðurstöðurnar við alvarleikaflokka listans sem eru byggðir á erlendum viðmiðum. Niðurstöðurnar eru ákveðin vísbending um það að listinn muni nýtast við skimun fyrir lotuofáti hjá fólki í offitumeðferð.

Samþykkt: 
  • 21.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15156


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsiða.pdf35.18 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
skemman.pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna