is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15164

Titill: 
  • Fjölsykrumiðluð skerðing á mótefnasvari
  • Titill er á ensku Polysaccharide induced hyporesponsiveness
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nýburar og ungbörn hafa skerta ónæmissvörun. Sá aldurshópur sem Streptococcus pneumoniae sýkir mest eru börn yngri en 2 ára. Fjölsykrur hjúpa Streptococcus pneumoniae og hafa verið nýttar í bóluefni. Þar sem fjölsykrur vekja ekki ónæmissvar í börnum yngri en 2 ára hafa pneumókokkafjölsykrur verið tengdar við prótein, og eru slík bóluefni (e. conjugate vaccines) ónæmisvekjandi í ungbörnum og vernda þau gegn alvarlegum pneumókokkasjúkdómum. Þegar bólusett er með hreinni fjölsykru eftir bólusetningu með sömu fjölsykru tengdri við prótein getur ónæmisvarið skerst. Við höfum áður sýnt að endurbólusetning með hreinni pneumókokkafjölsykru (PPS) af gerð 1 skerðir PPS-1-sértækt mótefnasvar og fækkar mótefnaseytandi frumum í milta og beinmerg sem hafa myndast við frumbólusetningu með próteintengdu fjölsykrubóluefni (PCV) af sömu hjúpgerð í nýburamúsum.
    Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort 23-gilt fjölsykrubóluefni (PPV23) sem er skráð fyrir notkun í mönnum hafi bælandi áhrif á svör nýburamúsa sem hafa verið bólusettar með tíugildu PCV (PCV10). Jafnramt að kanna hvort frumbólusetning með PPV23 skerði myndun á PPS-sértæku mótefnasvari og fjölda mótefnaseytandi frumna í milta og beinmerg þegar endurbólusett er með PCV10. Einnig hvort áhrif PPV23 á ónæmissvör nýburamúsa gegn PCV10 væru háð magni PPV23 fjölsykra.
    Nýburamýs sem voru frumbólusettar með PCV10 og endurbólusettar með PPV23 höfðu lægra sértækt mótefnasvar gegn öllum PPS hjúpgerðum sem mælt var fyrir (PPS1, PPS4, PPS9V, PPS14 og PPS18C) í samanburði við mýs sem voru frumbólusettar með PCV10 og endurbólusettar með saltvatni. Einnig höfðu þær lægri mótefni gegn 4 af 5 PPS (ekki PPS4) en mýs sem voru frum- og endurbólusettar með PCV10.
    Nýburamýs sem voru frumbólusettar með PPV23 og endurbólusettar með PCV10 höfðu lægri sértæk mótefni gegn 4 af 5 PPS sem mælt var fyrir (PPS1, PPS4, PPS9V og PPS18C) en mýs sem voru frumbólusettar með saltvatni eða PCV10 og endurbólusettar með PCV10, á einhverjum tímapunkti og við einhvern PPV23 styrk sem var prófaður. PCV10 náði að hluta til að yfirvinna skerðingu mótefnasvars gegn PPS9V og PPS18C með tímanum. PPV23 frumbólusetning lækkaði einnig fjölda PPS-sértækra mótefnaseytandi frumna í milta og beinmerg miðað við fjöldann í músum sen voru frumbólusettar með saltvatni eða PCV10. Áhrif PPV23 frumbólusetningar á svörun við PCV10 voru háð magni fjölsykranna sem frumbólusett var með.
    PPV23 hafði þannig hamlandi áhrif á mótefnasvar gegn öllum fjölsykrum sem mælt var fyrir við bólusetningu með PCV10, bæði þegar bólusett var með PPV23 eftir og fyrir bólusetningu með PCV10. Frumbólusetning með PPV23 olli einnig fækkun PPS-sértækra mótefnaseytandi frumna sem mynduðust við endurbólusetningu með PCV10, og reyndust áhrifin háð gerð og magni fjölsykranna í PPV23 bóluefninu.
    Niðurstöðurnar benda til að óráðlegt sé að bólusetja ungviði með hreinum pneumókokkafjölsykrum.

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður Landspítala, Rannsóknanámssjóður
Samþykkt: 
  • 21.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Hreinn 2013.pdf2.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna