is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15166

Titill: 
  • Allt í lag fyrir Fiskidag : samfélagslegur þrýstingur eða sjálfboðin vinna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bæjarhátíðin Fiskidagurinn mikli hefur verið haldin hátíðleg í Dalvíkurbyggð frá árinu 2001. Þátttaka sjálfboðaliða úr Dalvíkurbyggð er meginforsenda þess að hægt hefur verið að halda hátíðina og viðburði tengda henni í öll þessi ár, en árið 2012 voru vel yfir tvö hundruð manns að störfum fyrir Fiskidaginn mikla. Markmið þessarar ritgerðar var að kanna viðhorf sjálfboðaliða sem starfa við Fiskidaginn mikla í Dalvíkurbyggð.
    Tekin voru hálf opin viðtöl við sex aðila sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað fyrir Fiskidaginn í mörg ár, ýmist á vegum félagasamtaka eða sem einstaklingar. Að auki var tekið viðtal við formann hestamannfélagsins Hrings en félagið hefur milligöngu um öflun sjálfboðaliða. Ennfremur var gagna aflað í skjalasafni Fiskidagins mikla.
    Helstu niðurstöður voru þær að sjálfboðaliðar væru almennt sáttir við störf sín í þágu Fiskidagsins mikla og vilja með engu móti missa af þeim. Megin ástæða fyrir þátttöku sjálfboðaliðanna er persónulegur áhugi á hátíðinni. Sjálfboðaliðunum finnst hún þess virði að taka þátt í og gera það á eigin forsendum og telja að ekki sé um samfélagslegan þrýsting að ræða.
    Lykilhugtök: viðburðir, bæjarhátíðir, sjálfboðaliðar, Fiskidagurinn mikli, Dalvík.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this essay is to explore the view of volunteers work related to the event Fiskidagurinn mikli in the town of Dalvíkurbyggð and the way in which they see their work
    during the event. The research question is: Is there a social coercion or self-determination the reason for their work?
    Fiskidagurinn mikli has been held since 2001 and the work of the volunteers is crucial for the event to be held. In the year of 2012 well over two hundred volunteers participated both
    during the preparation period and on the day itself. A qualitative method was used in this research. The research sample was six volunteers who have worked as volunteers for the event for many years, either as personal volunteers or as volunteers for an organization. Semi standardized interviews were used to explore the views of the participants towards their work. Data was also collected in the archive of Fiskidagurinn mikli. The main reason for the participation of the volunteers is personal interest for the event. The volunteers think that it is worthy of their time and they do so on their own terms. The main conclusion was that the volunteers in Dalvík are happy and content with their work
    for Fiskidagurinn mikli and there is no sign of social coercion by those who participated in this research.
    Keywords: events, festivals, volunteers, Fiskidagurinn mikli, Dalvík.

Samþykkt: 
  • 21.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15166


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valg.skemman.pdf554.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna