is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15179

Titill: 
  • Samanburðarrannsókn á einstaklingum með og án Alzheimerssjúkdóms: Fylgni milli lífsafstöðu og bjargráðastíls
  • Titill er á ensku A comparative study on individuals with and without Alzheimer's Disease: The correlation between life orientation and coping.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að bera saman einstaklinga á aldrinum 55-85 ára á Íslandi með og án Alzheimerssjúkdóms með tilliti til lífsafstöðu, bjargráða, lífsgæða og kvíða- og þunglyndiseinkenna. Einnig verður skoðað hvort samband sé á milli lífsafstöðu og bjargráða og hvort það sé mismunandi eftir því hvort fólk er að takast á við Alzheimerssjúkdóm eða ekki. Mikilvægt er að safna gögnum um þennan aldurshóp því að upplýsingar um hann eru af skornum skammti. Með þessari rannsókn á að vera hægt að meta áhrif Alzheimerssjúkdóms á heildstæðari hátt og hugsanlega bæta þjónustu og úrræði sem til staðar eru. Þátttakendur voru 110 talsins, 50 einstaklingar sem nýverið höfðu hlotið greiningu á Alzheimerssjúkdómi og 60 einstaklingar á sama aldri sem ekki höfðu hlotið slíka greiningu. Meðalaldur Alzheimerssjúklinga var 77,6 ár og 67,8 ár í samanburðarhópnum. Fimm sjálfsmatsspurningalistar sem mátu lífsafstöðu, bjargráð, lífsgæði, þunglyndi og kvíða ásamt bakgrunnsspurningum voru sendir í pósti til þátttakenda samanburðarhóps. Gögnum hafði áður verið safnað fyrir Alzheimerssjúklingahóp í nýlegri íslenskri rannsókn og voru þau notuð til samanburðar við gögn sem aflað var fyrir þessa rannsókn. Stuðst er við mat sjúklinganna sjálfra en ekki mat aðstandenda eða heilbrigðisstarfsmanna. Helstu niðurstöður sýndu að enginn munur var á mati Alzheimerssjúklinga og einstaklinga sem ekki höfðu greinst með sjúkdóminn með tilliti til lífsafstöðu, lífsgæða og þunglyndis- og kvíðaeinkenna. Tilfinningamiðuð bjargráð var mest notaði bjargráðastíllinn hjá báðum hópum en ekki fannst munur á notkun þeirra eftir hópum. Samanburðarhópur var líklegri til þess að nota bæði forðandi og lausnamiðuð bjargráð. Fylgni fannst á milli lífsafstöðu og bjargráða en aðeins hjá samanburðarhópi. Notkun lausnamiðaðra og tilfinningamiðaðra bjargráða jókst eftir því sem bjartsýni var meiri en notkun forðandi bjargráða minnkaði. Þegar stjórnað hafði verið fyrir áhrif hóps á notkun bjargráða hafði lífsafstaða aðeins fylgni við forðandi bjargráð. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni sem unnið er í samvinnu Háskóla Íslands og Landspítalans.

Samþykkt: 
  • 23.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Urður og Þóra.pdf863.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna