is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15183

Titill: 
  • Rannsókn á reynslu lækna og skjólstæðinga af notkun hreyfiseðla á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt fram á að hreyfing getur komið í veg fyrir útbreiðslu fjölda lífstílssjúkdóma eins og offitu, of hás blóðþrýstings, hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki af tegund tvö. Undanfarin ár hefur hreyfing í formi meðferðar verið notuð víða um heim og hér á landi hefur tilraunaverkefni um svokallaðan hreyfiseðil staðið yfir í hálft annað ár. Einstaklingar í áhættuhópi, þ.e. þeir sem eiga á hættu að þróa með sér lífstílssjúkdóm, sem og þeir sem hafa þegar greinst með sjúkdóm eru markhópur seðilsins. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna reynslu lækna og notenda af hreyfiseðlinum á Íslandi.
    Þátttakendur í rannsókninni voru annars vegar allir sem hafa fengið ávísað hreyfiseðli og hins vegar læknar sem ávísað hafa hreyfiseðli og starfað á heilsugæslustöðvum í Árbæ, Efra-Breiðholti, Garðabæ, Glæsibæ og Grafarvogi. Þátttakendur fengu sendan spurningalista um reynslu og viðhorf þeirra til hreyfiseðilsins. Læknar og notendur fengu sinn hvorn spurningalistann. Tíu manna úrtak úr hópi notenda tók sex mínútna göngupróf til að kanna breytingu á þoli yfir tímabilið sem þeir hafa notað hreyfiseðilinn.
    Niðurstöður sýndu fram á góðan árangur af notkun hreyfiseðilsins en jafnframt að úrræðið er vannýtt. Notendur seðilsins og læknar voru almennt ánægðir með fyrirkomulag hans. Viðhorf 55% notenda til hreyfingar er almennt orðið jákvæðara, lang flestir hafa aukið þol sitt og 55% upplifa heilsu sína betri en áður. Þetta bendir til þess að hreyfiseðillinn gæti verið gott verkfæri fyrir heimilislækna til að hvetja til meiri hreyfingar og mikilvægt úrræði fyrir einstaklinga sem lifa kyrrsetulífi.

Samþykkt: 
  • 24.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga_Maria_2013.pdf894.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna