is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15187

Titill: 
  • Áhrif jóga á líf einstaklinga með þunglyndi og kvíða. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þunglyndi og kvíði eru algengir geðrænir sjúkdómar með margbreytileg einkenni, sem oft reynist erfitt að ná tökum á. Í þessu lokaverkefni sem er fræðileg samantekt verður fjallað um jóga sem úrræði fyrir einstaklinga með þunglyndi eða kvíða. Jóga hefur verið stundað í þúsundir ára á Indlandi og víða má sjá þess getið í indverskum bókmenntum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum jóga á almenna heilsu og jákvæð áhrif þess komið fram á ýmsan hátt. Því hefur það vakið áhuga hvort jóga geti haft jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan einstaklinga með geðræn vandamál. Í þessari fræðilegu samantekt var leitast við að finna og skoða nokkrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum jóga á þunglyndi og kvíða.
    Rannsóknirnar sem valdar voru benda til þess að jóga geti reynst gagnlegt fyrir einstaklinga með kvíða og þunglyndi, til dæmis með því að draga úr streituviðbrögðum og öðrum einkennum. Jóga er úrræði sem vert er að gefa gaum, en til þess að það verði viðurkennt sem meðferð þarf að gera fleiri rannsóknir á áhrifum þess.
    Lykilorð: Jóga, þunglyndi, kvíði

Samþykkt: 
  • 24.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15187


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif jóga BS.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna