is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15191

Titill: 
  • Könnun á þekkingu sjúklinga á blóðþynningarmeðferð
  • Titill er á ensku Survey of patients' knowledge of anticoagulation therapy
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Blóðþynningarmeðferð er lyfjameðferð sem hefur áhrif á storkumyndun í blóði. Mikilvægt er að sjúklingar fái fræðslu um blóðþynningarmeðferð og þekki aukaverkanir og áhrifaþætti meðferðarinnar. Tilgangur verkefnisins var að kanna þekkingu sjúklinga á blóðþynningarmeð-ferð, reynslu þeirra af meðferðinni og fræðslu um blóðþynningarmeðferð. Einnig voru tengsl þekkingarinnar við bakgrunnsbreytur könnuð.
    Rannsóknin var megindleg þverskurðsrannsókn og fór gagnaöflun fram í febrúar og mars 2013. Sjúklingar sem voru á virkri blóðþynningarmeðferð og komu í INR mælingu á Lækna-setrið í Mjódd svöruðu spurningalista sem samanstóð af þekkingarprófi á blóðþynningarmeðferð (OAK), bakgrunnsspurningum og spurningum um reynslu af meðferðinni. Alls voru 37 sjúkl-ingar sem komu í INR mælingu á þessum tíma og þar af voru 26 (70%) sem svöruðu listanum.
    Meðalstig þátttakenda úr þekkingarprófinu var mjög lágt eða 35. Enginn var með allar spurningarnar réttar en tveir voru með 13 spurningar af 19 réttar eða 68. Tveir þátttakendur höfðu enga spurningu rétta. Yngri þátttakendur fengu marktækt hærri stig (Mg=52,6) en eldri (Mg=31,6).
    Af niðurstöðunum má sjá að þekking sjúklinga á blóðþynningarmeðferð var mjög slök. Ekki er hægt að alhæfa út frá niðurstöðunum sökum lítillar úrtaksstærðar en sterkar vísbendingar eru um að bæta megi kennslu til þessa sjúklingahóps hérlendis.
    Lykilorð: blóðþynningarmeðferð, þekking sjúklinga, Kóvar, sjúklingafræðsla

  • Útdráttur er á ensku

    Anticoagulation therapy is a drug therapy that affects coagulation in the blood. It is important that patients receive education about anticoagulation therapy and recognize the side-effects and factors that can influence the therapy. The purpose of this study was to investigate patients‘ knowledge of anticoagulation therapy, their experience of the therapy and patient education. The connection between the patients‘ knowledge and background factors was also explored.
    The research was a quantitative, cross-sectional study and gathering of data took place in February and March of 2013. Patients on active anticoagulation therapy that came for an INR test at Læknasetrið in Mjódd filled out a questionnaire that included an anticoagulation knowledge test (OAK), background questions and questions regarding their experience of the therapy. A total of 37 patients came to have their INR checked during that time of which 26 (70%) answered the questionnaire.
    The mean score for the anticoagulation knowledge test was very low or 35. No one answered all questions correctly but two participants answered 13 out of 19 correctly with a score of 68. Two participants had no correct answers. Younger participants scored significantly higher (M=52,6) than older ones (M=31,6).
    The results show that patients‘ knowledge of anticoagulation therapy is very poor. It is however not possible to generalize from the results due to a small sample size but there are strong clues that patient teaching for this populations needs improvement in Iceland.
    Keywords: anticoagulation therapy, patient knowledge, Coumadin, patient education

Samþykkt: 
  • 24.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15191


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Snidmat_2013BlodþynningarmeðferðLoka.pdf955.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna