is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15194

Titill: 
  • Tengsl mælds gangahrýfis við straumfræðilegt hrýfi
  • Titill er á ensku Relating measured physical roughness of hydropower waterways to hydraulic roughness
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aðal áherslan í þessu verkefni var að fjalla um þær mismunandi aðferðir sem notaðar eru til þess að tengja saman mælt hrýfi í göngum og straumfræðilegt hrýfi, fyrir heilboruð göng annars vegar og boruð og sprengd göng hins vegar.
    Nokkrar mismunandi aðferðir hafa verið settar fram fyrir heilboruð göng, til þess að tengja saman mælt hrýfi í göngum og straumfræðilegt hrýfi. Niðurstöður fyrri athugana hafa leitt í ljós að mismunandi aðferðir eru best til þess fallnar að tengja saman þessa þætti fyrir mismunandi tegundir hrýfis í göngum. Sú aðferð sem best passar fyrir göng þar sem hrýfið gengur inn og út úr yfirborðinu ofmetur áhrif grópa á falltapið, fyrir göng þar sem hrýfið einkennist af grópum. Í þessu verkefni voru gerðar tilraunir til þess að stytta dýpt grópanna þannig að mögulegt væri að nota sömu aðferð fyrir þessar tvær tegundir af göngum. Stytting grópanna ákvarðaðist út frá samanburði á núningsstuðli reiknuðum út frá mældu falltapi og núningsstuðli reiknuðum með þeirri aðferð sem best passaði fyrir göng sem einkennast af hrýfi sem gengur inn og út úr yfirboðinu. Niðurstöðurnar sýna að það er mögulegt að stytta grópirnar og nota sömu aðferð.
    Fyrir boruð og sprengd göng er algengast að nota IBA-aðferðina, til að tengja mælt hýfi við straumfræðilegt hrýfi. Samanburður var gerður á milli núningsstuðla og falltapa reiknaða með hönnunarútreikningum, með IBA-aðferðinni og fundna út frá mældu falltapi, fyrir þrjár vatnsaflsvirkjanir. Niðurstöðurnar gefa til kynna IBAaðferðin gefur gott mat á mældu falltapi og núningsstuðli reiknuðum út frá mældu falltapi. Gildin sem reiknuð voru með hönnunarútreikningunum voru lengra frá réttum gildum. Aðal orsökinn er talin vera að í hönnunarútreikningunum er notað of lítið þvermál.
    Í þessu verkefni voru einnig framkvæmdir útreikningar sem nota má til þess að reikna vatnshæð í lóni, þar sem lónshæðamælir er ekki tilstaðar. Þetta ferli felur í sér að staðsetja þrýstimæli í aðrennslisgöngum einnar vatnsaflsvirkjanar og reikna lónhæðina í annarri virkjun, út frá mældum þrýstingi, mældu rennsli og reiknuðu hrýfi.

Samþykkt: 
  • 27.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
safn5.pdf8.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna