is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15196

Titill: 
  • Álagseinkenni meðal kraftlyftingafólks. Áhrif þeirra á æfingamagn og frammistöðu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kraftlyftingar er keppnisgrein sem á vaxandi vinsældum að fagna á Íslandi og um heim allan. Þó er lítið til af rannsóknum um meiðsl hjá kraftlyftingafólki og engar rannsóknir, sem höfundur þekkir til, um tíðni álagseinkenna meðal kraftlyftingafólks og hvernig þau hafa áhrif á æfingamagn og frammistöðu þeirra sem stunda kraftlyftingar.
    Tilgangur rannsóknar var að meta tíðni álagseinkenna yfir 7 daga tímabil hjá kraftlyftingafólki á Íslandi og skoða hvaða áhrif það hefði á æfingamagn og frammistöðu þeirra til að stunda kraftlyftingar ásamt verkjaupplifun.
    Þátttakendur í rannsókn voru kraftlyftingafólk innan Kraftlyftingasambands Íslands og voru 32 þeirra notaðir við úrvinnslu gagna. Allir þátttakendur svöruðu sama spurningalistanum sem innihélt þrjá hluta (almennan hluta, æfingarálag og álagseinkenni) og var þriðja hlutanum skipt niður fyrir hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Í hnébeygju var spurt um álagseinkenni í öxl, mjóbaki og hné. Í bekkpressu var spurt um álagseinkenni í úlnlið, öxl og mjóbaki og í réttstöðulyftu var spurt út í álagseinkenni í öxl, mjóbaki og hné. Fyrir hvert svæði voru 4 spurningar þar sem þátttakendur áttu að meta álagseinkenni sín, hve mikil áhrif þeir töldu þau hafa á æfingamagn, frammistöðu og hve mikla verki þátttakendur upplifðu við framkvæmd á lyftunum þremur.
    Helstu niðurstöður voru þær að nokkuð er um álagseinkenni meðal kraftlyftingafólks og voru þau mest áberandi í hnjám við framkvæmd á hnébeygju (38%), öxl við framkvæmd á bekkpressu (47%) og í mjóbaki við framkvæmd á réttstöðulyftu (34%).
    Ályktunin er að spurningalistinn sem notaður var gefur vísbendingu um að nokkuð sé um álagseinkenni meðal kraftlyftingafólks á Íslandi og að þau álagseinkenni sem eru til staðar höfðu töluverð áhrif á þátttakendur rannsóknarinnar.
    Ávinningur rannsóknarinnar er að hún gefur vísbendingu um að það þarf að huga betur að þætti álagseinkenna við þjálfun í kraftlyftingum þar sem þau hafa áhrif á æfingamagn og frammistöðu hjá kraftlyftingafólki.

Samþykkt: 
  • 27.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Álagseinkenni meðal kraftlyftingafólks - Helgi Pálsson.pdf967.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna