is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15200

Titill: 
  • Aðlögun að móðurhlutverki: Reynsla nýorðinna mæðra
  • Titill er á ensku Transition to motherhood: Experience of first-time mothers
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að verða móðir í fyrsta sinn hefur mikil áhrif á líf hverrar konu. Í rannsókninni er reynslu nýorðinna mæðra af aðlögun þeirra að móðurhlutverkinu lýst frá meðgöngu til fyrstu vikna eftir fæðingu. Sérstök áhersla er á reynslu þátttakenda af upplýsingagjöf og fræðslu sem stendur til boða á meðgöngu.
    Rannsóknin var eigindleg og gagna aflað með tveimur rýnihópaviðtölum. Þátttakendur voru sex frumbyrjur sem höfðu tekið þátt í foreldrafræðslunámskeiði á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis í nóvember og desember 2012. Fjögur meginþemu mynda niðurstöður; væntingar og veruleikinn, samband við maka, mótun viðhorfa og undirbúningur og fræðsla. Niðurstöður gefa til kynna að áherslur mæðraverndar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sé hugsanlega um of á heilsu móður og barns á kostnað umræðu og fræðslu um móðurhlutverkið. Ennfremur að þátttaka á foreldrafræðslunámskeiði með áherslu á samskipti og tengslamyndun, gefi betri hugmynd um það hvers vænta megi eftir barnsburð. Þá koma fram vísbendingar um mikilvægi umhverfis, samfélags og samskiptamiðla varðandi hve vel gengur að aðlagast nýju hlutverki.
    Endurmeta þarf þann undirbúning sem konum stendur til boða, svo koma megi til móts við fjölþættar þarfir og stuðla að farsælli aðlögun. Ennfremur þarf að huga að aukinni þátttöku verðandi feðra í þeim undirbúningi og auknum sálfélagslegum stuðningi við konur eftir barnsburð.

  • Útdráttur er á ensku

    Becoming a mother for the first time has a profound impact on every woman´s life. This study describes women´s experience of their transition to motherhood from pregnancy through the first weeks after childbirth. Special focus is on women´s experience of the antenatal education available to them during pregnancy.
    Qualitative methods were used and data was collected through two focus groups. Participants were six first-time mothers who had participated in an antenatal class by the Primary Health Care of the Capital Area in November and December of 2012. Four main themes make up the results of the study; expectations and reality, relationship with partner, culture and attitudes, and antenatal education. The results imply that antenatal education is perhaps too focused on the woman´s and the infants´s health, with less focus on preparation for motherhood. Participating in a course which focused on motherhood and attachment gave a more realistic expectations of what to expect. The study stresses the importance of environment, community and social networking regarding adaptation to a new role.
    It is important to re-evaluate education and support through pregnancy, childbirth and postnatal period in order to meet complex needs and facilitate transition. It should also be considered to increase the participation and inclusion of fathers as well as postnatal psychosocial support for mothers.

Samþykkt: 
  • 27.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSJanaloka.pdf1.65 MBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna