is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15203

Titill: 
  • Heilsuverndarmörk og styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Brennisteinsvetni er litlaus jarðhitalofttegund og henni fylgir auðkennandi lykt af fúleggjum. Árið 2010 var sett reglugerð um hámarksstyrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti þar sem mörkin eru þriðjungur af viðmiðum WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin). Íslensku mörkin eru borin saman við mörk og viðmið erlendis og í ljós kemur að þau skera sig ekki úr, hvorki er varðar leyfðan styrk né að þau séu lögbundin. Lág mörk eru þó síður lögleidd og á það einnig við um mengunarmörk. Mengunarmörk á Íslandi og víðar eru mjög nálægt styrk sem talinn er skaðlegur heilsu.
    Gögn um styrk brennisteinsvetnis frá fjórum föstum mælistöðvum á og í grennd við höfuðborgarsvæðið voru athuguð frá 2010 til 2012. Erfitt er að túlka ársmeðaltöl vegna þess hve há mælióvissa er í samanburði ársmeðaltölin, en tvisvar var ársmeðaltal yfir mörkum, 2010 á Grensásvegi og 2012 í Hveragerði. Klukkustundir þar sem styrkur H2S er yfir 10 μg/m3, 50 μg/m3 og klukkustundir þar sem 24 klukkustunda hlaupandi meðaltalsstyrkur er yfir 50 μg/m3 eru skoðaðar fyrir mælistöðvar við Grensásveg og á Hvaleyrarholti. Styrkur var yfir heilsuverndarmörkum 19 sinnum við Grensásveg, en aldrei á Hvaleyrarholti. Á báðum stöðvum kemur fram sterkt árstíðabundið mynstur þar sem færri klukkustundir eru yfir mörkum yfir sumarmánuði en vetrarmánuði, sennilega vegna þess að hitahvörf eru algengari á veturna.
    Aðferðir til hreinsunar brennisteinsvetnis úr jarðgufu eru skoðaðar. Þeim er skipt í líffræðilegar, efnafræðilegar og eðlisfræðilegar (niðurdæling) aðferðir. Að mati Orkuveitu Reykjavíkur er niðurdæling hagkvæmust og það er í samræmi við athugun á erlendu kostnaðarmati á efnafræðilegum aðferðum. SulFix er samheiti yfir verkefni sem snúast um niðurdælingu brennisteinsvetnis og stefnt er að fullnaðarlausn 2019.

  • Útdráttur er á ensku

    Hydrogen sulfide is a colorless geothermal gas which has a distinctive smell of rotten eggs. In 2010 an ambient air quality standard, health limit, of 50 μg/m3 for 24 hour average concentration was set in Iceland for hydrogen sulfide, which is one third of the WHO (World Health Organization) guideline. Comparing the Icelandic health limit with foreign health limits shows that it is far from being the lowest. Low ambient air quality standards and occupational exposure standards are less freequently legalized. Occupational exposure standards and limits are close to concentrations considered harmful to human health.
    Data for hydrogen sulfide concentrations between 2010 and 2012 for four measurement stations in the capital city area and its vicinity are studied. Yearly averages are difficult to interpret because measurement uncertainty is high compared to annual averages. The annual average exceeded the ambient air standard twice, at Grensásvegur in 2010 and Hveragerði in 2012. Hours when the concentration of H2S is above 10 μg/m3, 50 μg/m3, and hours when the 24 hour running mean is above 50 μg/m3, are studied for the measurement stations at Grensásvegur and Hvaleyrarholt. The ambient air standard was exceeded 19 times at Grensásvegur, but never at Hvaleyrarholt. The concentration for both stations has a strong seasonality, probably because of the likelihood of an inversion increases during winter.
    Methods for hydrogen sulfide removal from geothermal steam are reviewed. They can be divided into biological, chemical and physical (injection) methods. According to Reykjavik Energy, injection is the most economically efficient method. This corrisponds to a review of foreign cost estimates for chemical methods. SulFix is a collaborate project for injection and a complete solution for hydrogen sulfide removal is expected in 2019.

Samþykkt: 
  • 27.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurdur_Bjornsson_Brennisteinsvetni_BS_2013.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna