is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15206

Titill: 
  • Öryggi og samskipti í stóriðju : viðhorf starfsmanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stórum hluta af ævi og vökutíma einstaklinga er ráðstafað í vinnunni, og það sem þeir upplifa þar hefur mikil áhrif á lífsgæði þeirra. Þegar fyrirtæki vinna að bættu starfsumhverfi og efla heilsu og öryggi starfsmanna sinna, er að ýmsu að hyggja. Einn mikilvægur liður í þeirri vinnu er að kanna viðhorf starfsmanna og fá þannig bæði mat á því starfi sem fyrirtækið hefur lagt í og upplýsingar um hvar þörfin liggur. Verkefni þetta er megindleg hrein lýsandi rannsókn sem fjallar um viðhorf starfsmanna til öryggis og samskipta innan stóriðju. Tilgangur þess er að kanna viðhorf starfsmanna til öryggishegðunar sinnar, öryggisreglna fyrirtækisins og til samskipta milli starfsmanna. Einnig að kanna hversu ánægðir starfsmenn eru með áðurnefnda þætti. Rannsóknin var spurningakönnun þar sem notast var við sérhannaðan spurningalista sem lagður var fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins eða 170 manns. Svarhlutfall var 45,9% þar sem 78 starfsmenn luku könnuninni. Flestir þátttakendur höfðu starfað hjá fyrirtækinu í 3-10 ár. Niðurstöður voru settar fram með lýsandi tölfræði í texta, töflum og stöplaritum. Niðurstöður gáfu til kynna að starfsmenn voru almennt ánægðir með þá fræðslu sem fyrirtækið veitti í heilsu- og öryggismálum, m.a. magn fræðslunnar. Starfsmenn voru misánægðir með öryggisreglur fyrirtækisins, þar sem tæpur þriðjungur var óánægður með þær en meirihluti starfsmanna taldi sig samt fylgja þeim. Flestir upplifðu sig örugga í vinnunni. Samskipti voru talsvert meiri á meðal starfsmanna innan sömu deildar heldur en á milli deilda innan fyrirtækisins. Tveir af hverjum þremur töldu það skipta fyrirtækið máli að hafa þá í vinnu og sama má segja um upplifun þeirra af því hvort fyrirtækið tæki ábyrgð á velferð starfsmanna sinna. Að lokum taldi meirihluti þátttakenda að þeir væru ánægðir sem starfmenn fyrirtækisins. Niðurstöður þessarar rannsóknar ættu að auðvelda stjórnendum fyrirtækisins áframhaldandi stefnumótun varðandi heilsu- og öryggismál og veita starfsmönnum færi á að láta skoðanir sínar í ljós varðandi viðhorf til vinnuverndarstarfs fyrirtækisins.
    Lykilhugtök: Samskipti, stóriðja, viðhorf, vinnuumhverfi, öryggishegðun og öryggisreglur

  • Útdráttur er á ensku

    Since a big part of person´s time is spent at work, the experience has a major impact on their quality of life. There are many considerations when companies make the effort to improve the employees working environment and thereby their health and safety. One important aspect of this attempt is to estimate the attitude of the employees and thereby assess the company´s work on the issue and the employees needs. This project, which is pure quantitative descriptive study is about employees’ attitude on safety and communication within heavy industry. It´s purpose is to explore the employees’ attitude towards their safety behavior, the company´s safety procedure and communication between employees. It is also meant to value the employees satisfaction on these matters. The study was a survey where specialized questionnaire was submitted for all 170 employees of the company. The answer ratio was 45,9% where 78 employees finished the questionnaire. Majority of the participants had been working at the company for 3-10 years. The results were presented with descriptive statistics in text, tables and column charts. The results indicate that employees where over all satisfied with the company´s education on health and safety issues, thereby the magnitude of it. Employees were both satisfied and dissatisfied with safety procedures within the company; where a little less than 1/3 were dissatisfied regarding them but most of the employees followed the procedures non the less. Most of the employees felt safe at work. Communications were more between employees within their department than between the company´s departments. About 2/3 of the employees felt that their employment mattered for the company and they also believed that the company took responsibility for their well-being. Finally, the majority of the study’s participants were satisfied in their employment at the company. The study’s results should assist the management of the company in making a policy in health and safety issues in the future and give employees opportunity to come up with their opinion on the safety working methods within the company.
    Key terms: Communication, heavy industry, attitude, working environment, safety behavior and safety procedure

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.9.2013.
Samþykkt: 
  • 27.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Öryggi og samskipti í stóriðju_Viðhorf starfsmanna_nytt.pdf3.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna