is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15207

Titill: 
  • Notkun viðbótarmeðferða á Landspítala
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sýnt hefur verið fram á gagnsemi margs konar viðbótarmeðferða til að draga úr einkennum og bæta líðan sjúklinga. Erlendis hafa margar heilbrigðisstofnanir innleitt slíkar meðferðir og samþætt þær hefðbundinni heilbrigðisþjónustu.
    Tilgangur þessarar könnunar var að fá upplýsingar um notkun viðbótarmeðferða á Landspítala. Gerð var könnun á notkun viðbótarmeðferða á Landspítala árið 2002 og var ákveðið að endurtaka hana og skoða hvort notkunin hefði breyst á síðustu 10 árum.
    Rannsóknarsniðið var megindlegt í formi spurningalista. Eftir að tilskilin leyfi voru fengin var sendur rafrænn spurningalisti til 73 deildarstjóra sem innihélt 35 spurningar um notkun viðbótarmeðferða. Könnunin var send út í Limesurvey kerfi innan Landspítala.
    Alls svöruðu 40 deildarstjórar og var svarflutfall 54,8%. Greinileg aukning er á notkun og framboði á viðbótarmeðferðum innan spítalans á þessu tímabili eða um 20%. Algengustu tegundir meðferða sem veittar voru sjúklingum eru nudd og slökun en um 76% deildarstjóra nefndu nudd og um 48% nefndu slökun sem meðferðir. Helstu ástæður notkunar voru sagðar til að draga úr einkennum eins og kvíða og bæta almenna líðan. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar voru helstu meðferðaraðilar og höfðu í flestum tilfellum sérmenntun til að veita meðferðirnar. Mest voru notaðar slíkar meðferðir á geðsviði og kvennasviði. Upplýsingasöfnun á notkun viðbótarmeðferða hefur aukist á þessu tímabili en skráning þarfnast úrbóta.
    Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar hafi nægjanlega þekkingu til að leiðbeina skjólstæðingum sínum varðandi notkun viðbótarmeðferða til að bæta líðan þeirra.
    Lykilorð: Viðbótarmeðferð, notkun, hjúkrun.

Samþykkt: 
  • 27.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notkun viðbótarmeðferða á Landspítala.pdf716.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna