is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15212

Titill: 
  • Iðjuþjálfun barna og unglinga á Æfingastöðinni og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Um er að ræða eigindlega rannsókn um störf iðjuþjálfa sem vinna með börnum á Æfingastöðinni og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Markmið hennar var að veita yfirlit yfir þjónustu iðjuþjálfa auk þess sem skoðaðar voru faglegar áherslur á þessum tveimur stöðum. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvernig þjónustu veita iðjuþjálfar á Æfingarstöðinni og BUGL? Hvaða þættir og reynsla móta faglegar áherslur iðjuþjálfa á þessum tveimur stöðum? Þátttakendur í rannsókninni voru sjö iðjuþjálfar sem valdir voru með markvissu úrtaki (e. purposive sampling). Aldursbil þátttakenda var um 30 ár, yngsti viðmælandinn var á þrítugsaldri og sá elsti á sextugsaldri, allt konur. Starfshlutfall var frá 50% - 100% algengasta starfshlutfallið var 90%. Gagna var aflað með hálfopnum viðtölum og stuðst var við viðtalsramma, þar sem spurt var um innihald starfs og starfsaðstöðu, markhóp, matsaðferðir, íhlutun, skýrslugerð, samstarf, starfsánægju og faglegar áherslur. Viðtölin voru afrituð og greind í þemu út frá sniðmátun sem voru byggð á yfirskriftum og megináherslum viðtalsrammans. Helstu niðurstöður eru að þjónustan sem veitt er á stöðunum tveimur er fjölbreytt og skipting milli beinnar og óbeinnar íhlutunar er að miklu leiti jöfn. Nýleg innleiðing fjölskyldumiðaðrar nálgunar hafði í nær öllum tilfellum breytt miklu að mati viðmælanda. Einnig kemur fram að gott samstarf sé á milli iðjuþjálfa og foreldra. Allir viðmælendur voru ánægðir í starfi, sér í lagi með faglegt svigrúm og sveigjanleika. Breytilegt var hvaða nálgun stýrði faglegum áherslum til viðbótar við fjölskyldumiðaða sýn en reynslan var mikið nefnd í því samhengi. Það skipti alla miklu að upplifa sýnilegan árangur vinnu sinnar. Rannsóknin er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er því mikilvæg í að veita yfirlit yfir þjónustuna.
    Lykilhugtök: þjónusta, faglegar áherslur, iðjuþjálfar, Æfingastöðin, BUGL

  • Útdráttur er á ensku

    This qualitative study focuses on the services of occupational therapists who work with children at Æfingastöðin and the University Hospital Childrens and Adolescent psyciatric unit (BUGL). The purpose of this study was to give an overview of the types of services occupational therapists provide as well as their professional focus. The following research questions were posed: What type of service do occupational therapists at Æfingastöðin and BUGL provide? What factors and experience motivate the professional focus at those two institutions? Purposive sampling were used to find seven occupational therapists to participate in this research. All participants were women in the age of 30 – 60 and 50% - 100% employed, most commonly 90%. Data was collected with semi-structured interviews supported by an interview guide focusing on job description and workplace facilities, target group, evaluation method, intervention, reports, cooperation, job satisfaction and professional focus. The interviews were analysed by template analysis, guided by the main themes of the interview framework. Among the major findings in this study is that the service which is provided on each institution is diverse, direct and indirect intervention is equally divided. Implementation of a family-centered approach in most cases changed a lot in the interviewee´s opinion. Furthermore, cooperation between occupational therapists and parents appears to be good. All interviewees were satisfied at their job and had a certain amount of freedom within their workplace which they highly appreciated. In addition to family-centered services the occupational therapists mentioned their experience as a factor that influenced their professional focus. Seeing the benefit of their work was very inspiring to the interviewee´s. The study is the first of its kind in Iceland, and is as such very important to provide an overview of the service.
    Keywords: service, professional focus, occupational therapists, Æfingastöðin, BUGL

Samþykkt: 
  • 27.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. Rannsókn. Guðbjörg, Ingibjörg og Sigrún.pdf866.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna