is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15218

Titill: 
  • Batalíkanið
  • Titill er á ensku Recovery model
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari heimildarsamantekt var batalíkanið (recovery model) skoðað, eðli þess, afleiðingar og úrræði fyrir einstaklinga með geðræna sjúkdóma. Rannsóknarspurningin hljóðar svo: „Hver eru einkenni og megináhrif batamiðaðrar þjónustu í geðrænni heilbrigðisþjónustu?“
    Kannaðir voru þættir batans, batalíkanið og nálgunin að batanum. Einnig voru skoðuð gildi geðhjúkrunarfræðinga í þjónustunni og samstarf þeirra við þjónustuþega. Sértækir þættir innan líkansins voru skoðaðir og að lokum var tekin fyrir gagnrýni á batalíkanið og svör við henni. Sýnt var fram á mikilvægi valdeflingar og hversu mikilvægt það var fyrir þjónustuþegann að vera virkur þátttakandi í ákvörðunum er snéru að honum sjálfum og lífi hans. Einnig var skoðað mikilvægi samfélagslegs stuðnings við þjónustuþegann og hversu mikilvægt það væri fyrir hann að vera virkur á vinnumarkaði.
    Heimilda var aflað með leit í gagnagrunnum EBSCOhost, CHINAL, PubMEd, Google Scholar, ProQuest, leitir.is og Gegni. Heimildir voru allar ritrýndar og að mestu tímaritsgreinar, fræðibækur og upplýsingar af viðurkenndum vefsíðum. Leitin takmarkaðist við rannsóknir frá árunum 2007-2013.
    Niðurstaða höfunda var sú að einstaklingar með geðræna sjúkdóma geta lifað eðlilegu lífi þrátt fyrir sjúkdóm sinn með stuðningi batalíkansins, heilbrigðisstarfsfólks, fjölskyldu og samfélags. Með þessum stuðningi voru þjónustuþegar fljótari að ná sér eftir bakslag og þeir gátu verið virkir innan samfélagsins, sem leitt gat til minni fordóma, bæði hjá þjónustuþeganum sjálfum og samfélaginu.
    Lykilhugtök: Batalíkanið, bati, geðrænir sjúkdómar, von, valdefling, umönnun, samskipti.

  • Útdráttur er á ensku

    In this literature review, we look at the recovery model, its nature and the results and resources such service provides for individuals with mental health problems. The research question is: „What are the characteristics and main effects of recovery based methods in the mental health services?”
    We studied the recovery factors, recovery model and the progress towards recovery. In addition, the value of psychiatric nurses in this services was analyzed, and their cooperation with the service recipients. Individual components of the model were studied and finally, we looked at criticism of the recovery model and subsequent response. The importance of empowerment was demonstrated, in addition to how important it is for the recipients of the mental health services to be active participants in decisions regarding themselves and their life. We also looked at the importance of social support for the recipient and how important it is for him to be active in the labor market.
    Material was gathered through searches in the following databases: EBSCOhost, CHINAL, PubMEd, Google Scholar, ProQuest, leitir.is and Gegnir. All references are peer-reviewed, mostly research papers, textbooks and information from recognized websites. The search was limited to 2007-2013.
    Our result was that individuals with mental health problems could lead a normal life despite their condition, with the support of the recovery model, health care professionals, their family and society. With this support, the service recipients recovered faster from relapses and they could function actively in society, which could lead to reduced prejudice, both from the recipient himself, and society.
    Keywords: Recovery model, recovery, mental disorder, hope, empowerment, care, communication.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 20.5.2014.
Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15218


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna