is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15219

Titill: 
  • Meðferðarúrræði fyrir börn í ofþyngd og offitu : skiptir fjölskyldan máli?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Tíðni ofþyngdar og offitu barna hefur farið stigvaxandi síðastliðna áratugi samhliða verri næringarvenjum og minni líkamlegri hreyfingu. Tilgangurinn með þessari heimildasamantekt var að leita svara við því hver tíðni ofþyngdar og offitu barna er, hvort hún sé að aukast eða minnka, hverjar helstu orsakir og afleiðingar ofþyngdar og offitu barna eru, hver hlutverk og viðhorf skólahjúkrunarfræðinga eru gagnvart of þungum og of feitum börnum, ásamt því hvaða meðferðarúrræði eru í boði.
    Heimildaleit: Heimildir voru fengnar af vefsíðum stofnana og úr greinum ýmissa fræðitímarita. Einkum var notast við gagnasöfnin CINAHL, Proquest og Pubmed og leitarvélarnar Google, Google Scholar og leitir.is.
    Niðurstöður: Tíðni ofþyngdar og offitu barna hefur farið vaxandi undanfarna áratugi og samkvæmt nýlegum tölum mældust 22% íslenskra drengja og 25,5% íslenskra stúlkna í ofþyngd eða offitu. Ofþyngd og offita barna geta haft ýmsar alvarlegar afleiðingar sem geta haft mikil áhrif á líf barnanna. Skólahjúkrunarfræðingar eru í kjörumhverfi til þess að finna börn í ofþyngd og offitu og beina þeim áfram til annarra meðferðaraðila. Flest meðferðarúrræði fyrir börn í ofþyngd eða offitu hafa það markmið að draga úr hitaeininganeyslu og auka hreyfingu. Sem dæmi hefur fjölskyldumiðuð hegðunarmeðferð, þar sem hugað er að fjölskyldunni í heild, skilað góðum árangri í þyngdarstjórnun hjá börnum.
    Ályktanir: Af niðurstöðunum má því draga þá ályktun að með virkari þátttöku bæði hjúkrunarfræðinga og fjölskyldumeðlima væri möguleiki á að minnka tíðni ofþyngdar og offitu barna í þjóðfélaginu.
    Lykilhugtök: Ofþyngd og offita barna, hlutverk hjúkrunarfræðinga, meðferðarúrræði, fjölskyldumiðuð hegðunarmeðferð

  • Útdráttur er á ensku

    Objective: The prevalence of overweight and obesity in children has been incremental in the past few decades with poorer dietary habits and reduced physical activity. The purpose of this essay was to seek answers to what the prevalence of overweight and obesity is in children, whether it is increasing or decreasing, what the main causes and consequences of overweight and obesity in children are, what the roles and attitudes of school nurses are in connection with overweight and obese children as well as which treatment options are available.
    Resources: The resources were obtained from websites of institutes and articles from various scholarly journals, primarily the CINAHL, Proquest and Pubmed databases, and the Google, Google Scholar and leitir.is search engines.
    Results: The prevalence of overweight and obesity in children has increased over the past few decades and according to recent studies 22% of Icelandic boys and 25,5% of Icelandic girls are either overweight or obese. Overweight and obesity in children can have a number of serious consequences that can have a major impact on the lives of the children. School nurses are in an ideal environment in which to find overweight and obese children and direct them to weight experts. Most treatment options for children that are overweight or obese have the goal to improve dietary habits and increase physical activity. As an example a family-based behavioural treatment with emphasis on the familiy as a unit, has demonstrated success in weight control in children.
    Conclusions: From these results it can be concluded that with the active participation of both nurses and family members it could be possible to reduce the prevalence of overweight and obese children in the society.
    Keywords: Overweight and obesity in children, the role of nurses, treatments, family-based behavioural treatment.

Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15219


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meðferðarúrræði fyrir börn í ofþyngd og offitu – skiptir fjölskyldan máli.pdf570.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna