is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15221

Titill: 
  • Verkjameðferð eftir skurðaðgerð hjá einstaklingum með vímuefnavanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi heimildarsamantekt er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Tilgangur ritgerðarinnar er að fjalla um verkjameðferð og þá sérstaklega verkjameðferð eftir aðgerð hjá einstaklingum sem glíma við fíknivanda.
    Ófullnægjandi verkjameðferð er algengt vandamál hér á landi, sem og víða um heim, en ómeðhöndlaðir verkir hafa neikvæð áhrif á bata sjúklings sem og lífsgæði hans. Fíklar sem leggjast inn á spítala eiga rétt á sömu verkjameðferð og aðrir sem ekki eru haldnir fíkn. Þrátt fyrir það finna þeir oft fyrir fordómum í heilbrigðiskerfinu með þeim afleiðingum að þeir fá jafnvel ekki verkjameðferð við hæfi. Höfundur ræddi við tvo fíkla um reynslu þeirra af verkjameðferð í tengslum við sjúkrahúsinnlögn og kom fram að þeir hefðu fundið fyrir fordómum með þeim afleiðingum, að þeirra mati, að verkjameðferð var ekki fullnægjandi. Fræðsla og þjálfun í málefnum tengdum fíkn getur aðstoðað við að gera hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki betur kleift að takast á við þennan sjúklingahóp af öryggi og færni. Skilningur á vandamálum þessara einstaklinga er stór þáttur í því að geta myndað traust meðferðarsamband sem byggir á því að halda trúnað og að vera laus við fordóma gagnvart þessum hópi. Fíkill sem leggst inn á spítala þarf á stuðningi að halda til þess að geta tekist á við fíkn sína en það er í hlutverki hjúkrunarfræðinga að bjóða þeim upp á þau úrræði sem í boði eru.
    Lykilhugtök: verkjamat og meðferð, fíkn, fíkill, fordómar, fræðsla og stuðningur

  • Útdráttur er á ensku

    This literature review is a graduating thesis for a B.S. degree in nursing from the University of Akureyri. The purpose of this paper is to describe pain management, specifically pain management for addicts after surgery. Inadequate treatment of pain is a common problem in this country as well as internationally but untreated pain can have a negative impact on the recovery of the patient and the quality of life. An individual with a dependence syndrome who is admitted to hospital is entitled to the same pain management that other people receive who do not have a history of substance abuse. Despite this right they are often met with prejudice and as a consequence do not always receive appropriate pain management. The author of this review interviewed two individuals with a depence syndrome about their experiences of pain management in relation to hospital admission and noted that they had experienced stigma with the result that the pain management was not sufficient. Education and training associated with addiction can help nurses to better deal with this ptient group with confidence and competence. Being able to understand these individuals is a major factor in being able to form a solid therapeutic relationship that is based on maintaining confidentiality and to be free of prejudice against this population. An addict who is admitted to the hospital needs support in order to deal with his dependence syndrome and nurse’s role is to provide them with the resources to be able to do so.
    Key words: pain assessment and treatment, addiction, addict, prejudice, education and support.

Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkjameðferð eftir skurðaðgerð hjá einstaklingum með vímuefnavanda.pdf369.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna