is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15224

Titill: 
  • Líðan langtímaatvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu: Greining eftir aldri, kyni og menntun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvað fólk álítur vera lífsgæði getur verið menningarbundið en þó ber flestum saman um að bæði andleg og líkamleg heilsa fólks hafi áhrif á hvernig það metur lífsgæði sín. Skimunarprófið Heilsutengd Lífsgæði var lagt fyrir langtímaatvinnulausa á höfuðborgarsvæðinu (n = 426) á tímabilinu febrúar 2012 til febrúar 2013. Í greiningu á niðurstöðum þeirra gagna voru könnuð tengsl depurðar, kvíða, svefn- og lífsgæða langtímaatvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu eftir aldri, kyni og menntun. Meðaltalsskor langtímatvinnulausra mælast um eða undir mörkum HL-prófsins fyrir frekari greiningu í öllum þessum þáttum og gefa til kynna að langtímaatvinnulausum líði að jafnaði illa. Þá benda helstu niðurstöður til þess að langtímaatvinnulausir karlar sofi verr og telji sig búa við minni lífsgæði en langtímaatvinnulausar konur. Elsti aldurshópur langtímaatvinnulausra telur sig njóta meiri svefn- og lífsgæða en þeir sem yngri eru. Einnig kom í ljós að flestir langtímaatvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki lokið menntun umfram grunnskóla og enginn munur reyndist á líðan langtímaatvinnulausra eftir því hvort þeir höfðu menntun umfram grunnskóla eða ekki. Jafnframt mælast langtímaatvinnulausir með mun minni heilsutengd lífsgæði en meðal Íslendingur.
    Niðurstöður greiningarinnar í heild benda því til þess að meðal langtímaatvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu megi finna merki um depurð, kvíða, svefnörðugleika og skert lífsgæði.

Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15224


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín Hallsteinsdóttir og Katrín Helga KristinsdóttirPDF.pdf568.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna