is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15228

Titill: 
  • Kynheilbrigðisþjónusta: Þörfin á Íslandi og sýn ungs fólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Stofnun sérstakrar unglingamóttöku hefur lengi verið í umræðunni. Alþingi Íslendinga samþykkti nýverið að skipa starfshóp sem ætlað er að vinna að því að koma á fót slíkri móttöku fyrir fólk á aldrinum 14-23 ára.
    Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar var að athuga þörf á kynheilbrigðisþjónustu fyrir unglinga/ungt fólk á Íslandi, skoða hvers konar kynheilbrigðisþjónusta er í boði fyrir unglinga/ungt fólk í nágrannalöndum okkar og hver sýn þeirra er á slíka þjónustu.
    Þegar kynheilbrigði íslenskra unglinga er skoðað er ljóst að mikil þörf er fyrir kynheilbrigðisþjónustu þeim til handa þegar tekið er mið af tíðni klamydíu og fæðinga í aldurshópnum 15-19 ára samanborið við önnur Norðurlönd.
    Á Norðurlöndunum og Bretlandi hefur um áratugaskeið verið starfrækt kynheilbrigðis-þjónusta ætluð unglingum/ungu fólki sem býður meðal annars upp á skimun fyrir kyn-sjúkdómum, þungunum og fríar getnaðarvarnir.
    Unglingar/ungt fólk vill að kynheilbrigðisþjónusta sé í boði þeim að kostnaðarlausu, að tímapantanir séu óþarfar og að þjónustan sé opin eftir skóla og á kvöldin. Jafnframt að þjónustan bjóði upp á skimun fyrir kynsjúkdómum og þungunarpróf, fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir, fríar getnaðarvarnir og aðgang að neyðargetnaðarvörn. Trúnaður er oft settur í fyrsta sæti og er mikilvægt að starfsfólk sé vingjarnlegt, sýni virðingu og sé fordómalaust.
    Við þróun unglingamóttöku er mikilvægt að taka mið af þörfum unglinga/ungs fólks og byggja þjónustuna þannig upp að hún geti komið til móts við þá.
    Lykilorð: Unglingur, ungt fólk, kynheilbrigðisþjónusta, heilbrigðisstarfsfólk, aðgengi, gæði.

  • Útdráttur er á ensku

    For many years there have been discussions about establishing a special youth clinic. Recently, the Icelandic parliament accepted to appoint a working group that is meant to set up such a clinic for young people aged 14 to 23 years old.
    The purpose of this literature review was to find out about the need for a sexual and reproductive health service (SRHS) for adolescents/young people in Iceland, to investigate what kind of SRHS is available for adolescents/young people in our neighboring countries and what are their views on such health services.
    When we examine the sexual health of Icelandic adolescents, it is obvious that there is a great need for SRHS for adolescents when taking into account the frequency of Chlamydia infections and births in the age group of 15 to 19 years teens, compared to the other Nordic countries.
    For several decades the Nordic countries and also Britain, have operated SRHS for adolescents that offer amongst other services, testing for STIs and pregnancies as well as provision of free contraceptives.
    Adolescents/young people wish to have access to SRHS free of charge, to have a walk-in service, have services open after school hours and during evenings. Also they want the service to offer testing for STIs and pregnancies, education and counseling about contraceptives, free contraceptives and access to emergency contraceptions. Confidence is of high priority and the importance that health care professionals are friendly, show respect and are nonjudgmental.
    In developing a special youth clinic it is important to take into account the needs of adolescents and to organize the service so it can provide them the necessary care.
    Keywords: Adolescents, youth, sexual and reproductive health service, health care professionals, access, quality.  

Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15228


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynheilbrigðisþjónusta Þörfin á Íslandi og sýn ungs fólks.docx.pdf650.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna