is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15235

Titill: 
  • Verkjamat á legudeildum skurð- og Lyflækningasviða Landspítala
  • Titill er á ensku Pain Assessment on Surgical and Internal Medicine Services at Landspítali- The National University Hospital of Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkir eru algengt viðfangsefni hjúkrunarfræðinga en rannsóknir sýna að tíðni verkja hjá sjúklingum á sjúkrahúsum er frá 52% til 80% ef skoðuð er skráning undanfarinn sólarhring. Ófullnægjandi meðhöndlun verkja hefur margþætt neikvæð áhrif á sjúklinginn. Verkjamat leggur grunninn að árangursríkri verkjameðferð. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á verkjamati í starfi sínu og eru í lykilaðstöðu til að greina verki og veita góða verkjameðferð.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig verkir eru metnir og skráðir á legudeildum skurð- og lyflækningasviða Landspítala. Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn (point prevalence) en skoðuð var skráning á 23 legudeildum alls og fór gagnasöfnunin fram dagana 13. og 19. janúar 2011 úr rafrænum og skriflegum sjúkraskrám með spurningarlista rannsóknaraðila. Gögnum var safnað um 386 sjúklinga af sjö deildum af skurðlækningasviði og 16 deildum af lyflækningasviði. Hjúkrunargreiningin verkir var til staðar í rúmlega helmingi tilvika (52,8%) og var greiningin algengari á skurðlækningasviði (66,1%) en lyflækningasviði (47,1%), p<0,05. Verkjamat var skráð í sjúkraskrá í 58,6% tilvika en viðurkenndur staðlaður verkjamatsskali var sjaldan notaður við verkjamatið eða í 11,3% tilfella. Tímasetning verkjamats það er hvort það var gert fyrir eða eftir meðferð var sjaldan skráð (13,0%). Skráning á líkamsstöðu sjúklings við verkjamat var mjög lítil (5,4%) en staðsetning verkjanna var skráð í 24,1% tilfella. Önnur skráning hjúkrunarfræðinga á verkjum kom fram í tæplega helmingi tilvika (40,9%).
    Skráning verkja og verkjamat á legudeildum á skurð- og lyflækningasviðum Landspítala er ófullnægjandi. Þörf er á úrbótum til að bæta mat og skráningu verkja.
    Lykilorð: verkjamat, verkir, hjúkrunarskráning, verkjaskalar, sjúkrahús

  • Útdráttur er á ensku

    The assessment and management of pain is a common nursing practice. Research has shown that the prevalence of pain in hospitalized patients is between 52 and 80%. Inadequate management of pain has negative effects on the patient’s quality of life. Pain assessment is the foundation of a successful pain treatment. Nurses are responsible for, and in a key-position to identify pain and to provide pain treatment. The purpose of the study was to evaluate how pain is assessed and documented in surgical, and internal medicine services at Landspítali - The National University Hospital of Iceland. The research was a point-prevalence, descriptive study, with data collected at 23 inpatient wards from 386 patients with a response rate of 80.6%. It was executed on January 13th and 19th with a questionnaire made by the research team.
    The nursing diagnosis pain was recorded in just over half of the entries (52.8%). It was more common in surgical services (66.1%) compared to internal medicine services (47.1%), p<0.05. Pain assessment was documented in medical records (58.6%), but standardized pain as-sessment scales were rarely used (11.3%). Timing of pain assessment, before or after treatment, was seldom documented (13.0%). Documentation of the patient’s position during pain assess-ment was uncommon (5.4%), but location of documented pain was more often registered (24.1%). Other ways of documenting pain, such as "no complaints", were noted in 40.9% of instances.
    The documentation of pain and pain assessment in the surgical and internal medicine ser-vices at Landspítali is inadequate and improvements are recommended.
    Key words: Pain assessment, pain, documentation, pain rating scales, hospital

Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSHjukrun2013.pdf655.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna