is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15236

Titill: 
  • Rannsóknaráætlun : sálfélagslegar afleiðingar brjóstakrabbameins, líðan og bjargráð kvenna eftir brottnám brjósts
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Fyrirhuguð rannsókn mun kanna þau andlegu og líkamlegu áhrif sem greining og meðferð á brjóstakrabbameini getur haft á á íslenskar konur. Í rannsókninni mun sérstaklega verða skoðað hvaða áhrif brottnám á brjósti eða fleygskurður hefur á líkamsímynd, kynheilbrigði og andlega líðan kvenna ásamt þeim bjargráðum sem reynst hafa konum vel í gegnum þessa reynslu. Þátttakendur verða á aldrinum 35-55 ára.
    Brjóstakrabbamein er annað algengasta krabbameinið í heiminum og hefur nýgengi þess aukist jafnt og þétt síðustu áratugi. Rannsóknir hafa sýnt að því jákvæðari sem líkamsímyndin var hjá konum fyrir greiningu, því betur tókst þeim að takast á við meinið og afleiðingar þess. Rannsóknir sem skoðað hafa líkamsímynd kvenna sem fóru í uppbyggingu eftir brottnám sýndu hinsvegar að þær upplifðu verri líkamsímynd sem talið var stafa af óraunhæfum væntingum til uppbyggingarinnar. Bjargráð svo sem jóga og nudd eru þættir sem konur telja að geti aukið lífsgæði í bataferlinu eftir brottnám brjósts, leitt til aukins líkamlegs styrks og dregið úr andlegri vanlíðan.
    Eigindleg rannsóknaraðferð verður notuð þar sem gagna verður aflað með viðtölum þar sem leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver eru fyrstu viðbrögð kvenna við greiningu á brjóstakrabbameini? Þjást konur sem greinast með brjóstakrabbamein og eiga börn af meiri vanlíðan en þær sem eru barnlausar? Hver er upplifun kvenna af líkamsímynd eftir brottnám brjósts og hvaða afleiðingar hefur hún á kynheilbrigði? Hvaða bjargráð leiða til eflingar konum til handa?
    Höfundar telja að þörf sé á eigindlegum rannsóknum til þess að dýpka og auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á upplifun kvenna eftir greiningu og meðferð brjóstakrabbameins.
    Lykilhugtök: Brjóstakrabbamein, meðferðir, líkamsímynd, kynheilbrigði, andleg líðan, bjargráð.

  • Útdráttur er á ensku

    This research proposal is a thesis for B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The proposed study will examine the mental and physical effects that diagnosis and treatment of breast cancer can have on Icelandic women. The study will specifically look at the effect that mastectomy or lumpectomy has on body image, sexual health and wellbeing of women including successful coping strategies used throughout the experience. Participants will be aged 35-55 years.
    Breast cancer is the second most common cancer in the world and its incidence has increased steadily in recent decades. Studies have shown that a more positive body image among women before diagnosis, the better they manage to deal with cancer and its consequences. Studies that have examined the body image of women who underwent reconstruction after resection showed, however, that they experienced poorer body image which was thought to stem from unrealistic expectations for development. Coping strategies such as yoga and massage are factors that women think may increase the quality of life in the recovery process after mastectomy, leading to increased physical strength and reduced mental distress.
    A qualitative research method will be used and the data collected through interviews in which we seek to answer the following research questions: What are the initial reactions to women's diagnosis of breast cancer? Do women who are diagnosed with breast cancer and have children suffer more distress than those who are childless? What is the experience of women's body image after mastectomy and the consequences it has on sexual health? What coping strategies are strengthening for women?
    The authors believe that there is a need for qualitative research to deepen and increase the knowledge of nurses and other health workers about the experience of women after the diagnosis and treatment of breast cancer.
    Key words: Breast cancer, treatments, body image, sexual health, mental health, coping.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 10.5.2015.
Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15236


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin 3.maí-2013.pdf671.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna