is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15245

Titill: 
  • Kvíði barnshafandi kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S.-gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur verkefnisins var að afla upplýsinga um kvíða barnshafandi kvenna og í kjölfar þess að setja fram rannsóknaráætlun til þess að rannsaka efnið.
    Kvíði barnshafandi kvenna er margþætt fyrirbæri og eðlilegt er að barnshafandi konur finni fyrir kvíða á meðgöngu. Tilgangur fræðilegu umfjöllunarinnar var að kanna hverjir væru þeir helstu þættir sem orsökuðu kvíða barnshafandi kvenna og í samræmi við það var ákveðin rannsóknarspurningin: Hvað orsakar kvíða barnshafandi kvenna? Tekin var sú ákvörðun að fjalla um nokkra þá þætti sem valdið geta kvíða barnshafandi kvenna. Þeir þættir sem við kusum að fjalla um voru eftirfarandi; kvíði sem tengist meðgöngu, sjálfsmynd, fæðingu, móðurhlutverkið, barnið, komandi brjóstagjöf og að síðustu nokkrar leiðir til þess að draga úr kvíða barnshafandi kvenna. Sett var fram tillaga að rannsókn byggðri á eigindlegri rannsóknaraðferð, þar sem tekin yrðu djúp einstaklings viðtöl við barnshafandi konur sem valdar yrðu eftir fyrirfram ákveðnum skilyrðum. Með þeirri rannsóknaraðferð vonumst við til þess að dýpka megi skilning á efninu.
    Rannsóknir sýna m.a. fram á að fylgikvillar á meðgöngunni geta aukið kvíða kvenna. Niðurstöður rannsókna sýna einnig að það eru margir ólíkir þættir sem valda og geta ýtt undir kvíða barnshafandi kvenna, en einungis nokkrum þeirra voru gerð skil í þessari fræðilegu umfjöllun. Þar sem kvíði barnshafandi kvenna er margþætt fyrirbæri eru meðferðarúrræðin afar fjölbreytt og ekki hægt að gera nema nokkrum þeirra skil hér. Sökum þess hve víðtæk áhrif kvíðinn getur haft, t.d. á móður og fóstur, er mikilvægt að vera vakandi fyrir honum og meðhöndla hann eftir bestu getu. Kvíði barnshafandi kvenna hefur hvorki verið mikið rannsakaður á Íslandi né erlendis og það er skoðun höfunda að úr því þurfi að bæta.
    Lykilhugtök: Meðganga, kvíði, fæðing, móðurhlutverk, sjálfsmynd, kynlíf, brjóstagjöf, fóstur, svefntruflanir, ofbeldi, sársauki, stjórnleysi, aðlögun, fósturgallar, fyrirbærafræði, eigindleg rannsókn.

  • Útdráttur er á ensku

    This research proposal is a final thesis towards a B.S.-degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of this research proposal was to gather information regarding anxiety among pregnant women and then present a research proposal that aims to increase understanding of the topic.
    Anxiety among pregnant women is a complex phenomenon and it is normal for pregnant women to feel anxiety during pregnancy. The purpose of this literature review was to examine what are the main causes for anxiety among pregnant women and the following research question was set forth; What causes anxiety among pregnant women? We decided to focus on the topic we believed to be the main reason for anxiety among pregnant women. Anxiety related to pregnancy, body image, self image, child birth, motherhood, the fetus, future breastfeeding and possible anxiety treatments. The proposal was based on qualitative research methods. Information would be gathered with in-depth interviews with pregnant women who would have been chosen by predefined requirements. Our research aim is to increase knowledge regarding the topic.
    Previous researches have shown that complications during pregnancy can increase anxiety among pregnant women. Earlier researches have also shown that many different factors can cause and increased anxiety among pregnant women but only a few of them will be discussed in this research proposal. Because anxiety among pregnant women is a complex phenomenon it also has many possible treatments choices and in this research proposal we are only going to discuss a few of them. Anxiety can have a wide impact on the mother and the fetus, it is there for important to acknowledge it and treat properly. Anxiety among pregnant women has not yet been researched enough among Icelandic pregnant women nor abroad, and it is our opinion that it has to be explored in much more detail.
    Key concepts: Pregnancy, anxiety, child birth, motherhood, body image, self image, sexuality, breast feeding, fetus, sleep disturbance, violence, pain, losing control, adaptation, birth defects, phenomenology and qualitative study.

Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kvíði barnshafandi kvenna.pdf280.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna