is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15249

Titill: 
  • Gleym mér ei : rannsókn á reynslu aðstandenda af persónumiðaðri umönnun aldraðra ástvina á hjúkrunarheimilum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Persónumiðuð umönnun er talin vera lykilatriði í heilbrigðisþjónustu bæði á Íslandi og á alþjóðavísu. Þá hefur verið lögð sérstök áhersla á slíka umönnun innan öldrunarþjónustunnar í Bretlandi.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu fólks og upplifun af dvöl ástvina á hjúkrunarheimili. Um eigindlega rannsókn var að ræða. Notuð var fyrirbærafræðileg rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Tekin voru viðtöl við fjóra aðstandendur íbúa á hjúkrunarheimilum. Eitt viðtal var tekið við hvern einstakling og viðtölin svo greind í þemu.
    Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram eitt aðalþema sem var: heildstætt uppbyggjandi umhverfi, er miðar að því að koma til móts við persónulegar þarfir íbúa og fjölskyldu.
    Meginþemun voru uppbyggjandi ytra umhverfi og uppbyggjandi sálfélagslegt innra umhverfi. Undirþemu sem fram komu voru: aðbúnaður, einbýli, aðstaða til útivistar, jákvætt andrúmsloft, hlýja, virðing og hlustun, að gefa sér tíma, fjölskyldan og tengsl, andlegur stuðningur, að íbúinn fái að njóta sín sem persóna, komið til móts við líkamlegar þarfir, sveigjanleiki, komið til móts við félagslegar þarfir, sjálfræði og ákvarðanataka og upplýsingagjöf. Persónumiðuð umönnun virtist ekki vera notuð markvisst í starfi á þeim hjúkrunarheimilum sem rannsókn okkar náði til þó að hún hafi verið til staðar upp að vissu marki.
    Helstu niðurstöður okkar sýndu fram á mikilvægi ytra umhverfis og aðbúnaðar á hjúkrunarheimilum en ekki síður að sálrænum og félagslegum þörfum íbúa væri sinnt í uppbyggilegu innra umhverfi. Álykta má af niðurstöðum okkar að vinna þurfi markvissar að persónumiðaðri umönnun á hjúkrunarheimilum til að mæta vonum og væntingum einstaklinga á hjúkrunarheimilum.
    Lykilhugtök: aldraðir, persónumiðuð nálgun, fyrirbærafræði, hjúkrunarheimili og fjölskyldan.

  • Útdráttur er á ensku

    Person-centred care is regarded as a key issue in health care services in Iceland as well as internationally. In Britain such care is emphasised in particular in the service of older people.
    The aim of the study was to explore the experiences of significant others of person-centred care of elderly loved ones living in nursing homes.
    A phenomenological research method was applied in accordance with the Vancouver- School of phenomenology. Four relatives were interviewed who had elderly loved ones living in three different nursing homes. Each participant was interviewed once and the interviews were analysed into themes.
    The core theme that appeared in the results was holistic constructive environment that aims at meeting the personal needs of the residents and their families. This core theme was divided into two main themes, a constructive outer environment and supportive psychosocial inner surroundings. The sub-themes were: living conditions, private facility, outdoor facilities, a positive atmosphere, warmth, respect and listening, been given time, family psychosocial support, maintaining identity, flexibility, autonomy and decision making, information, and physical and social needs met. It appeared in the results that the respective nursing homes did not seem to have systematically implemented person-centered care, however such care existed to some degree.
    Our findings show the need for satisfactory outer environment and underline the importance of attending to the residents’ psychological and social needs in a constructive inner surroundings.
    Key terms: elderly, person-centered care, phenomenology, nursing homes and family.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 17.5.2014.
Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gleym mér ei 2013-8.mai.pdf620.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna