is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1524

Titill: 
  • Brottfall stúlkna úr íþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur og markmið þessarar rannsóknar var að kanna helstu ástæður fyrir brottfalli meðal stúlkna sem æfðu knattspyrnu með þriðja og fjórða flokki árið 2002. Heimildum ber saman um að helsta ástæðan fyrir brottfalli stúlkna sé áhugaleysi. Notuð var megindleg aðferðafræði með fastmótuðum spurningalista. Af 190 stúlkum sem stunduðu knattspyrnu í þriðja og fjórða flokki árið 2002 voru 98 stúlkur hættar í árslok . Af þeim tók 71 þátt í rannsókninni, eða 72%.
    Helstu niðurstöðurnar voru eftirfarandi: Meiðsl eru meginástæðan fyrir brottfalli stúlkna í knattspyrnu (42,3%). Of tíðar æfingar er önnur meginorsökin (38%), en áhugaleysi á íþróttinni kemur þar á eftir (32,4%). Í rannsókninni kom í ljós að meirihluta stúlknanna fannst knattspyrna ennþá skemmtileg (69%) og líkaði vel við þjálfarann (70,4%) þegar þær hættu í íþróttinni. Einnig kom í ljós að fylgnin milli þess hvenær stúlkurnar byrja að æfa knattspyrnu og hvenær þær hætta er (Spearman’s r=-2,22; p=0,062 n=71) sem er næstum marktæk niðurstaða.
    Fróðlegt væri að rannsaka hverskonar meiðsl hrjá stúlkurnar, hvernig íþróttafélögin bregðast við þeim, hverskonar meðferð þær fá og eftirfylgni.
    Lykilorð: Brottfall, íþróttir, meiðsli, þjálfari.

Athugasemdir: 
  • Íþróttabraut
Samþykkt: 
  • 27.6.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1524


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
brynja_PDF Lokaverkefnið.pdf254.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna