is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15251

Titill: 
  • Breytingar á óseyrum Hvítár í Borgarfirði 1970-1999.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að kortleggja þær breytingar sem hafa orðið á óseyrum Hvítár í Borgarfirði fyrir og eftir gerð Borgarfjarðarbrúarinnar.
    Loftmyndasafn af svæðinu sem þessi rannsókn spannar, var skoðað og voru nokkrar loftmyndir valdar úr til nánari greiningar. Loftmyndirnar þurftu að uppfylla þau skilyrði að ná yfir allt rannsóknarsvæðið, vera teknar á fjöru, og vera af nægilegum gæðum til greiningar. Þessi skilyrði urðu þess valdandi að verkefnið takmarkaðist við árin 1970-1999. Ekki fundust loftmyndir hvorki fyrir né eftir þetta tímabil sem uppfylltu áður nefnd skilyrði.
    Einnig var aflað ýmissa gagna um rennslismælingar úr Hvítá og undir Borgarfjarðarbrú, og voru þær niðurstöður greindar með tilliti til fræðilegar umfjöllunar í inngangi verkefnisins varðandi samband straumhraða og kornastærða.
    Verkefnið var unnið í ArcGIS landupplýsingaforritinu, sem hentar vel fyrir samanburð gagna, greiningu og úrvinnslu.
    Helstu niðurstöður er varða sjónrænar breytingar á óseyrum Hvítár í Borgarfirði eru þær að Borgarfjarðarbrúin hefur haft þau áhrif að sandeyrar, leirur og álar teygja sig nú lengra fram fjörðinn og sveigja í átt að brúaropinu.
    Niðurstöður þessa verkefnis gefa einnig til kynna að þverun fjarðarins valdi því að það setefni sem berst niður í fjörðinn með Hvítá er líklegra en áður til þess að falla út og setjast til. Þetta sama setefni er svo ólíklegra en áður til þess að færast aftur úr stað vegna samloðunaráhrifa minni kornastærða.
    Líklega má einnig rekja að hluta til breytingar á kornastærðadreifingu í Borgarfirði til ákveðinnar langtímasveiflu í rennsli Hvítár og mismunandi tíðni flóða í ánni milli áratuga.
    Breytingar á setflutningum og uppsöfnun setefna vegna þverun fjarða er líklega ekki jafn mikið vandamál í fjörðum þar sem engar jökulár eða aðrar stórar og straumharðar ár renna til sjávar.

Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15251


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Breytingar á óseyrum Hvítár í Borgarfirði 1970-1999.pdf3.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna