is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15254

Titill: 
  • Nýsköpun með framleiðslu lífvirkra efna úr hliðarafurðum kjötvinnslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið snérist um að greina og jafnframt að vinna peptíð með áhugaverða lífvirkni úr hliðarafurðum sauðfjárslátrunar. Unnið var með fjórar mismunandi gerðir líffæra úr sauðfé; miltu, hóstakirtla, briskirtla og hjörtu, sem í dag eru að mestu verðlaus. Mælingar á næringarefnum í frostþurrkuðum líffærum sýndu að fituinnihald líffæranna var afar mismunandi enda kirtlarnir mun fitumeiri heldur en önnur líffæri sem rannsökuð voru.
    Niðurstöður rafdráttar á afurðum sýndu að vatnsrof og stærðarflokkun próteinanna tókst sem skildi. Öll sýni voru með próteinbönd í kringum 1,7 kDa að stærð.
    Niðurstöður benda einnig til þess að bæði andoxunarvirkni og blóðþrýstingshamlandi lífvirkni sé að finna í peptíðum undir 3 kDa að stærð og sem mynduðust við vatnsrof próteina í líffærunum.
    Mælingar á lífvirkni sýndu andoxunarvirkni við vatnsrof próteina í líffærunum bæði með ensíminu Alcalase® frá Novozymes svo og blöndu ensíma úr þorskslógi. Andoxunarvirkni mældist þó hærri eftir vatnsrof með Alcalase® og þá sérstaklega í hóstakirtli. Blóðþrýstinghamlandi áhrif sýna reyndust hæst eftir vatnsrof á milta með Alcalase® en ekki mælanleg fyrir þau sýni sem vatnsrofin voru með ensímblöndu úr slógi.
    Lykilorð: Hliðarafurðir, verðmætasköpun, prótein vatnsrof, lífvirkni.

  • Útdráttur er á ensku

    The project involves the production and isolation of bioactive products from by-products of sheep meet processing, with the aim to create new valuable products. This study was carried out using four sheep organs; spleen, thymus, heart and pancreas, which are mostly worthless organs. Chemical analyzes were performed on the freeze-dried organ minch and the results indicate highly different fat content of the four organs and reflecting the high fat content of the two gland types included. Electrophoretic characterization of the products showed that hydrolysis and the subsequent filtration for fractionation the proteins were successful, with the protein bands of all the samples approximately 1,7 kDa in size. The results furthermore showed both antioxidant activity and blood pressure inhibitory effects were in peptide fractions smaller than 3 kDa, derived from hydrolysis of proteins in the organs. Antioxidant activity was achieved by hydrolysis of the organs with both with the Alcalase® from Novozymes as well as with a mixture of enzymesfrom cod viscera. Higher activity was obtained through hydrolysis using the Alcalase® enzyme, especially with
    hydrolysis of thymus. Blood pressure inhibitory effects of the samples turned out to be highest products derived from spleen hydrolysis using Alcalase®, but no activity was detected in samples hydrolyzed with enzyme mixture derived from cod viscera.
    Keywords: By-products, added value, protein hydrolysates, bioactivity.

Styrktaraðili: 
  • Fjallalamb hf.
    Matís ohf.
Samþykkt: 
  • 29.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15254


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nýsköpun með framleiðslu lífvirkra efna úr hliðarafurðum kjötvinnslu_Dana Rán.pdf850.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna