is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15256

Titill: 
  • Örverustofnar í Surtsey : örverusamfélag í ósnertu landsvæði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í rannsókn þessari voru skoðaðir stofnar sem voru ræktaðir upp úr jarðvegssýnum úr Surtsey og athugað hvort um væri að ræða sjaldgæfa stofna eða stofna sem mætti finna í öðrum jarðvegsgerðum. Reynt var að eingangra úr 34 stofnum sem ræktaðir voru á TSA æti og stofnarnir raðgreindir með 16s rDNA raðgreiningu. Skimun var framkvæmd með Multiplex PCR, þar sem prímerapör voru sérhönnuð eftir röðum þriggja stofna sem komu upp í samkeyrslu við gagnagrunn NCBI; Arthrobacter oxydans, Sporosarcina aquimarina og Paenibacillus xylanexedens.
    Örverusamfélög eru misjöfn eftir bæði efnasamsetningu og eðli jarðvegarins sem þau eru í, en jarðvegur er sérlega ríkur af bakteríutegundum í smáum vistkerfum sem eru síbreytileg. Sýrustig jarðvegar, næringarefna hringrásir og vatnsleiðni hefur mikil áhrif á samsetningu örverusamfélagsins í jarðveginum og mismunandi jarðvegstegundir veita breytileg skilyrði fyrir bakteríur. Því getur örverusamfélag í nýjum jarðvegi sem er tiltölulega næringarefnasnauður og leiðir vatn vel verið mjög ólíkt því sem er að finnast í gróðurríkari og þroskaðri jarðvegi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þeir stofnar sem komu vel úr raðgreiningu reyndust líkir algengum tegundum sem finnast í köldu loftslagi eins og á norðurslóðum og virtust kjörskilyrði flestra tegundanna vera við hlutlaust sýrustig sem svipar til þeirra aðstæðna sem finnast í jarðvegi Surtseyjar. Hinsvegar tókst ekki framkvæmd Multiplex PCR eins og ætla skyldi og fengust því engar niðurstöður í þeim hluta.

  • Útdráttur er á ensku

    In the present study some strains that were isolated from soil samples from the island Surtsey, were analyzed and observed if those strains were rare or could be found in other soil types. 34 strains isolated on TSA agar were chosen for attempt of isolation of DNA and sequencing with 16s rDNA-specific primers. Screening procedure used Multiplex PCR, with specifically designed primers based on sequences from three strains that were run against the NCBI data base; Arthrobacter oxydans, Sporosarcina aquimarina og Paenibacillus xylanexedens.
    Microbial communities vary by chemical and physical composition of the soil they occupy and the soil has especially high species richness in small niches that are extremely variable. pH value of the soil, nutritional cycles and hydraulic conductivity have great affect on the constitution of microbial communities in the soil and different soil types provide varying conditions for bacteria. Therefore microbial communities in new soil that is relatively nutrient deficient and conduct water well can be very different from those you can find in more vegetative and mature soil.
    The result of this research was that the strains that were able to be sequenced showed highest likeness to species that are commonly found in a cold climate like in the Arctic and their optimum condition seemed to be around neutral pH value much like can be found in Surtsey. The screening with Multiplex PCR was, however, unsuccessful so no result was obtained from that part of the result.

Samþykkt: 
  • 29.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Örverustofnar í Surtsey.pdf847.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna