is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15287

Titill: 
  • Líðan kvenna sem liggja rúmlegu á meðgöngu. Fræðileg úttekt
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar var að skoða líðan kvenna sem liggja rúmlegu á meðgöngu og hvaða áhrif rúmlegan getur haft á konuna og fjölskyldu hennar. Skoðað var hvort ljósmæður gætu gert eitthvað betur í umönnun kvenna sem liggja rúmlegu á sjúkrahúsi og hvort hægt væri að sinna þessum skjólstæðingum inni á heimilum. Einnig var skoðað hvort gagnreynd þekking byggi að baki þess að nota rúmlegu sem meðferð á meðgöngu eða hvort meðferðin byggðist að mestu leyti á reynsluþekkingu og hefð.
    Í niðurstöðum kemur fram að rúmlega getur haft neikvæðar afleiðingar á líkamlega og andlega heilsu konunnar og fjölskyldu hennar. Ekki fundust neinar rannsóknir sem styðja notkun rúmlegu á meðgöngu og því var ekki hægt að sýna fram gagnsemi meðferðaúrræðisins. Rúmlega heima virðist ekki minnka kvíða kvenna, en almennt líður konum betur á rúmlegu heima en á sjúkrahúsi. Rannsóknir benda til almennrar ánægju með heimaþjónustu kvenna í áhættumeðgöngu bæði á meðal skjólstæðinga og heilbrigðisstarfsmanna.
    Þörf er á íslenskum rannsóknum á líðan kvenna sem liggja rúmlegu á meðgöngu. En meirihluti rannsóknarniðurstaða koma frá Bandaríkjunum. Mikilvægt er að ljósmæður og læknar hafi þekkingu á helstu afleiðingum sem rúmlega getur haft í för með sér til að hægt sé að bæta líðan þessara skjólstæðinga.
    Lykilorð: Rúmlega, takmörkun á hreyfingu, á meðgöngu, áhættumeðganga, andleg líðan og sálfélagsleg líðan.

Samþykkt: 
  • 29.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líðan kvenna sem liggja rúmlegu á meðgöngu_lokaverkefni.pdf452.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna