is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15289

Titill: 
  • Nýbúar, menningarhæfni og hjúkrun. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nýbúum á Íslandi hefur fjölgað undanfarin ár og voru 25.926 í byrjun árs 2013. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og réttindi sjúklinga eiga allir landsmenn rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem heilbrigðiskerfi eru fær um að veita hverju sinni. Íslenskar og erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að ekki búa allir þjóðfélagshópar við sama heilsufar. Rannsóknir gefa vísbendingar um að heilsu nýbúa fari hrakandi frá upphafi búsetu í Bandaríkjunum og Kanada. Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar er að kanna ójafnræði til heilbrigðis og þá þætti sem skerða aðgengi nýbúa að upplýsingum og þjónustu. Upplýsinga var aflað úr rannsóknum á viðurkenndum gagnagrunnum og úr opinberum gögnum. Niðurstöður sýna að skert heilsulæsi er ein helsta orsök ójafnræðis í heilsufari nýbúa, meðal annars vegna tungumálaörðugleika og skertrar aðlögunar að nýju heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarfræðingar eru í góðri stöðu til að greina skert heilsulæsi skjólstæðinga sinna og veita persónumiðaða fræðslu sem byggir á mati á menningarlegum bakrunni og þörfum nýbúa fyrir leiðsögn og stuðning í nýju heilbrigðiskerfi. Bætt heilsulæsi leiðir til aukins aðgengis að upplýsingum og þjónustu og getur minnkað ójafnræði í heilsufari. Niðurstöður varpa ljósi á mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar hljóti þjálfun í menningarhæfri hjúkrun og mati á heilsulæsi skjólstæðinga sinna.
    Lykilhugtök: Nýbúar, ójafnræði í heilsufari, heilsulæsi, menningarhæfni, hjúkrun.

Samþykkt: 
  • 29.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.Hjúkrunarfræði.Sigríður.Guðrún.Elíasdóttir..pdf549.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna