is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15296

Titill: 
  • Rofbakkar. Landrof við Melabakka í Melasveit
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að skoða áhrif þess sjávarrofs sem átt hefur sér stað á Melabökkum í Melasveit vegna áflæðis og öldubrots. Rannsóknin gefur til kynna hvernig sjávarrof hefur hingað til rofið landið á þessum hluta strandlengjunnar. Þegar þróun rofs, við þær aðstæður sem eru á þessu svæði, verður skýrari er það von mín að hægt verði að segja til um háttalag rofsins til framtíðar. Ef hægt verður að sjá fyrir hver þróun rofsins verður þá verður einnig hægt að sýna fram á þá hættu sem mannvirki og önnur verðmæti eru í á þessu svæði.
    Við þessar athuganir verða notaðar loftmyndir sem voru teknar á 52 ára löngu tímabili. Þær fyrstu eru frá árinu 1956 og síðan frá 1989 og 1991. Þessar myndir fengust allar hjá Landmælingum Íslands. Nýjasta myndin er frá árinu 2008 og er hún fengin hjá Samsýn ehf. Þar sem ekki var til loftmynd frá miðju tímabilinu sem náði yfir alla strandlengjuna voru loftmyndir frá árunum 1989 og 1991 settar saman til þess að kortleggja það tímabil.
    Til þess að nýta loftmyndirnar frá Landmælingum Íslands voru þær settar í forritið ArcGis og uppréttar þar. Þegar loftmyndin frá Samsýn ehf. var fengin var hún þá þegar upprétt. ArcGis forritið var einnig nýtt til þess að framkvæma mælingar á þeim landbreytingum sem átt hafa sér stað ásamt því að þar voru allir flákar og strandlínur teiknaðar upp.
    Við rannsókn strandlengjunnar var hún ekki bara skoðuð sem ein heild heldur var henni einnig skipt upp í þrjá mismunandi hluta, en þeir eru Melabakkar, Látrar og Ásbakkar. Á rannsóknarsvæðinu er stærstur hluti landrofs að eiga sér stað við Mela- og Ásbakka, þar sem strandlínan hefur hopað hvað mest og land tapast af völdum rofs. Við Ásbakkana hafa rofnað 9,4 ha af landi á tímabilinu frá 1956 til 2008 en við Melabakkana hafa rofnað 7,6 ha. Við Látrana er rofið minnst en þar hafa rofnað 1,7 ha á þessu sama tímabili. Þetta samsvarar árlegu meðalrofi upp á 1813 m2 við Ásbakkana, 1469 m2 við Melabakkana og 328 m2 við Látra. Rofið speglast einnig í árlegri meðalhörfun strandlengjunnar en hún er 0,982 m á ári við Ásbakkana, 0,93 m við Melabakkana en minnst er það við Látrana eða 0,39 m á ári.
    Þessir útreikningar benda til þess að landrof og hörfun strandlínunnar við Melabakka í Melasveit sé að aukast með tímanum. Þegar landrofið er skoðað á tveimur roftímabilum, hið fyrra frá 1956 til 1989-91 og hið síðara 1989-91 til 2008, kemur nokkuð merkilegt í ljós. Í ljós kemur að árleg meðalhörfun strandlengjunnar er 0,793 m á fyrra roftímabilinu sem spannar 32 ár. Á seinna roftímabilinu var árleg meðalhörfun hinsvegar 0,985 m á ári hverju þrátt fyrir að rof tímabilið hafi verið mun styttra en hið fyrra eða 19 ár.
    Samkvæmt þessum útreikningum og athugunum má sjá að landrof er meira á seinna roftímabilinu heldur en því fyrra. Þetta getur verið ábending á það að rof sé að aukast á svæðinu.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this research project is to find the effects of coastal erosion that has occurred at Melabakkar in Melasveit due to rising sea level and wave erosion. The research will indicate how coastal erosion has eroded this part of the shoreline until now. When the erosional patterns for the area become apparent it is my hope that future development of the erosion will be foreseeable. If it is possible to see the development of the erosion it will be possible to predict potential danger to structures and other valuables in the area.
    To carry out this research aerial photograph, that were taken during a 52 year period, were used. The first photograph was taken in 1956 and then in 1989 and 1991. These were all procured from Landmælingar Íslands. The newest photograph is from 2008 and procured from Samsýn ehf. Since the photographs from the middle of the 52 year period did not contain the entire research area, the two photographs, from 1989 and 1991 had to be put together to map the area over that period.
    To measure and research the coastal erosion the entire coastline was looked at as a whole and also split into three separate parts, Melabakka, Látra and Ásbakka. Most of the erosion takes place in Mela- and Ásbakkar where the coastline has receded the most and most land has been lost to erosion. At Ásbakkar 9,4 ha of land have eroded from 1956 to 2008, at Melabakkar 7,6 ha of land have eroded during the same period of time. At Látrar there is less erosion taking place, were as only 1,7 ha of land have been lost to erosion. This is the equivalent of the mean annual erosion of 1813 m2 at Ásbakkar, 1469 m2 at Melabakkar and 328 m2 at Látrar. This is also reflected in the mean annual retreat of the coastline. That is 0,982 m per year at Ásbakkar with a similar rate at Melabakkar 0,93 m per year. This means that annual retreat of the coastline is the least at Látrar where it is only 0,39 m annually.
    These calculations indicate that coastal erosion and the retreat of the shoreline at Melabakkar in Melasveit is increasing with time. When the erosion is examined in two separate periods, the first from 1956 till 1989-91 and the second from 1989-91 till 2008 it has an interesting outcome. In the first erosional period, that is 32 years long the mean annual retreat of the shore line is 0,793 m. In the second erosional period the mean annual retreat of the shoreline is 0,985 m despite the fact the erosional period is only 19 years long.
    So according to these findings it is safe to estimate that coastal erosion has been greater in the later erosional period. This can be an indicator that coastal erosion is increasing in the area

Samþykkt: 
  • 29.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15296


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Atli Guðjónsson Bs, Rofbakkar. Landrof við Melabakka í Melasveit.pdf3.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna