is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15319

Titill: 
  • Umhverfisbreytingar í Eyjarfjarðarál: Götungarannsókn á fallkjarna B05-2006-GC04
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Landgrunnið norðan Íslands er mikilvægt rannsóknarsvæði, þar mætast kaldir og hlýir loft- og sjávarmassar sem gerir svæðið næmt fyrir umhverfisbreytingum. Irmingerstraumurinn og Austur-Íslandsstraumurinn, pólarfronturinn, eru mikilvægir fyrir umhverfisskilyrði fyrir utan strendur Norður-Íslands. Pólarfronturinn er staðsettur þvert yfir landgrunnið og hann er skýr haffræðileg skil á milli þessara hafsstrauma. Líffræðilegar- og setlagafræðilegar breytingar á þessu svæði eru taldar tengjast sveiflum á pólarfrontinum.
    Í þessari rannsókn var unnið með efstu 60 cm af fallkjarna B05-2006-GC04 sem var tekinn í Eyjarfjarðaráli árið 2006. Kjarninn var tekinn í tengslum við Millennium verkefnið sem átti að svara þeirri mikilvægu spurningu; eru umhverfisbreytingar á 20. öldinni séu meiri og hraðari heldur en náttúrulegar breytingar í Evrópu á síðasta árþúsundi? Í þessari rannsókn voru gerðar götungagreiningar en margar tegundir þeirra endurspegla umhverfisbreytingar og nýtast þeir því vel til rannsókna á breytingum á loftslagi og hafstraumum. Rannsóknin á götungunum leiddi í ljós tvö kuldatímabil, á 53-47 cm dýpi og á um 24 cm dýpi með mildara loftslagi á milli. Þessi kuldatímabil tengjast innflæði kaldari sjógerða inn á svæðið og a.m.k. á einum tímapunkti, við dýpi 53-47 cm hefur pólarfronturinn komið inn á rannsóknarsvæðið.
    Ekki er hægt að bera þessar niðurstöður beint við sögulegar heimildir því kjarninn var ekki aldursgreindur. Hins vegar benda útreikningar á setmyndunarhraða í nálægum kjarna, MD99-2273, til þess að rannsakað tímabil spanni 100 ár. Út frá því má mögulega tengja þær breytingar sem sjást í götungasamsetningu B05-2006-GC04 við frostaveturinn mikla 1918 og hafís árin milli 1965-1971 en verður að staðfesta með aldursgreiningum.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BjorgJonsdottir_lokaritgerd.pdf8.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna