is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15321

Titill: 
  • Áhrif holdafars á frávik í efnaskiptum barna og unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Offita barna og fullorðinna er vaxandi heilbrigðisvandamál í heiminum. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að börn sýni í auknum mæli frávik í efnaskiptum og hafi jafnvel þegar þróað með sér ýmsa lífsstílstengda sjúkdóma, t.d fitulifur og sykursýki 2. Árið 2011 var sett saman teymi á Barnaspítala Hringsins undir nafninu Heilsuskólinn til að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra við að bæta lífsstíl sinn.
    Meginmarkmið rannsóknarinnar var að fá heildstæða mynd af frávikum í efnaskiptum barna með offitu sem vísað er til Heilsuskóla Barnaspítalans.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn, lýsandi og náði til allra barna sem leitað höfðu til Heilsuskóla Barnaspítalans á tímabilinu 1. janúar 2011 til 15. mars 2013. Upplýsingatæknissvið Landspítalans tók saman upplýsingar um nafn, kennitölu, kyn, dagsetningu þegar meðferð hófst, hæð, þyngd, BMI og mittismál auk niðurstaðna blóðrannsókna fyrir þessa einstaklinga.
    Niðurstöður: Niðurstöður blóðrannsókna voru fáanlegar hjá alls 116 börnum. Frávik í einu eða fleiri gildum fundust hjá 54 börnum (46,6%). Fjögur börn (3,9%) höfðu staðfesta fitulifur og 28 (28,0%) höfðu insúlínhækkun, þar af átta (8,0%) að því marki að þörf væri á inngripi (e. hyperinsulinemia). Eitt barn hafði báðar greiningarnar.
    ALAT í blóði var marktækt hærra í drengjum en stúlkum (37,48 U/L á móti 28,48 U/L, p<0,05), en aðeins drengir höfðu greinda fitulifur.
    Mittismál hafði í sjö af átta tilvikum meiri fylgni við blóðgildi en BMI staðalfráviksstig (BMI-SDS) fyrir aldur. Mest voru tengsl mittismáls og insúlíns en mittismál útskýrir 38,5% insúlínhækkunar (p <0,01) á meðan BMI-SDS skýrir aðeins 6% (p <0,05).
    Ályktun: Frávik í blóðgildum of feitra barna eru algeng. Athygli vekur að mittismál, sem ekki er algengt að mælt sé á Íslandi, hefur meira forspárgildi en BMI staðalfráviksstig á insúlínhækkun. Rannsóknin sýnir fram á mikilvægi þess að læknar mæli mittismál barna sem þeir hafa til meðferðar því mittismál virðist vera sá mælikvarði sem hefur mest tengsl við blóðgildi sem lýsa áhættuþáttum í efnaskiptum.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásdís Eva-Ritgerðin.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna