is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15323

Titill: 
  • Íslensk þýðing Frontal Behavioral spurningalistans: Forrannsókn á Minnismóttöku Landakots
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • FTLD (framheilabilun) er þriðja algengasta tegund heilabilunar hjá fólki undir 65 ára. BvFTLD (framheilabilun með hegðunarbreytingum) er algengasti undirflokkur FTLD. Þrátt fyrir tiltölulegt algengi er bvFTLD mjög vangreindur sjúkdómur. Innsæi er oft ekki til staðar hjá bvFTLD sjúklingum og nauðsyn upplýsingaöflunar frá aðstandendum er brýn. Greining heilabilana á Minnismóttöku Landakots byggist meðal annars á IQCODE aðstandendaspurningalistanum en sá listi er Alzheimer miðað mælitæki þar sem einkum er spurt um minnistap. FBI (Frontal Behavioral Inventory) aðstandendakvarðinn metur hegðunar- og persónu-leikabreytingu og hefur góða próffræðilega eiginleika. Brýn þörf er á slíkum kvarða á íslensku. Listinn var þýddur og bakþýddur og forprófaður með innanhópasniði við fyrstu komu eða fyrstu endurkomu 30 sjúklinga til læknis á Minnismóttöku Landakots. Niðurstöður mælinga benda til þess að FBI listinn bæti ekki miklu við upplýsingar sem fást með núverandi mælitækjum í þeim sjúklingahópi sem rannsakaður var. Þörf er á umfangsmeiri rannsóknum og fjölbreyttari sjúklingahóp til að skera úr um notagildi íslenskrar þýðingar listans við greiningu á framheilabilun.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15323


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaverkefni.pdf526.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna