is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15325

Titill: 
  • Batahugmyndafræði og snemmbúin inngrip hjá einstaklingum sem greinast með geðklofa. Fræðileg úttekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi fræðilega samantekt er lokaverkefni til BS prófs í hjúkrunarfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið fjallar annars vegar um batastefnuna (e. recovery) sem er hugmyndafræði sem hefur þróast innan geðheilbrigðisþjónustunnar og hins vegar snemmbúin inngrip (e. early intervention) hjá einstaklingum sem greinast með geðklofa. Batastefnan hefur rutt sér til rúms víðs vegar erlendis innan geðheilbrigðisþjónustunnar með góðum árangri. Á Íslandi hefur einnig borið á auknum áhuga bæði innan geðsviðs Landspítalann, þar sem hugmyndafræðin er nú orðin formleg stefna, sem og hjá öðrum stofnunum sem veita geðheilbrigðisþjónustu.
    Í verkefninu er einnig fjallað um snemmbúin inngrip (e. early intervention) fyrir einstaklinga sem greinast með geðklofa. Fjallað er um uppruna þessara inngripa, meðferðarnálgun og árangur. Jafnframt er leitast við að svara þeirri spurningu hvort markviss innleiðing snemmbúinna inngripa gæti hentað íslenskum aðstæðum. Erlendar rannsóknir sýndu fram á góðan árangur hjá þeim einstaklingum sem fá snemmbúin inngrip vegna geðklofa. Árangurinn felst meðal annars í fækkun geðrofseinkenna, fækkun innlagna á geðdeildir og í sumum tilfellum bata.
    Heimildavinna var unnin í gegnum Pubmed, Scopus sem og fræðasetur Google.
    Lykilorð: Geðklofi, batahugmyndafræði, snemmbúin inngrip, geðheilsulæsi, geðheilsustöðvar.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gerður&Steinunn-BS.pdf752.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna