is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15333

Titill: 
  • Lengi býr að fyrstu gerð. Stofnun Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna og áhrif þess á faglegt starf
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um stofnun Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna og aðdraganda þess. Við stofnun safnsins komu saman ólíkir hópar með ólíkar áherslur í safnastarfi. Þjóðminjasafn Íslands átti ríkan þátt í stofnsetningu safnsins og var Kristján Eldjárn einn af lykilmönnum í faglegu starfi þess og stefnumótun fyrstu árin. Átthagafélög áttu ríkan þátt í undirbúningi að stofnun safnsins og byggðu þau á sveitarómantískum hugmyndum um hlutverk þess. Með þátttöku Þjóðminjasafns Íslands í starfi safnsins breyttist umræðan um hlutverk byggðasafnsins, horfið var frá sveitarómantískum hugmyndum og lögð var frekari áhersla á menningar- og fræðslulegt gildi safnsins. Það má því segja að við stofnun Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna hafi mæst tvö ólík sjónarmið um hlutverk þess og gildi. Undirbúningur að stofnun safnsins einkenndist sömuleiðis af átökum um staðsetningu þess á milli ýmissa hópa sem komu að stofnun þess og þau átök sem og þau ólíku sjónarmið sem einkenndu upphafsár safnsins hafa haft mótandi áhrif á starf þess allar göngur síðan.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15333


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð final.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna